Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 20

Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 20
18 ÚRVALi sem brugðið hafði hnífi gegn fjósadrengnum út af Karólínu — ástarvalsinn hafði gert hann sturlaðan. Það var þess vegna sem ég hafði dottið ofan af bekknum og niður á gólfið! Ringlaður, eins og eftir þungan draum, gáði ég í útvarpsdag- skrána. Þarna stóð það: Vals eftir Janus Bohn,hjáleigubónda. Yngsti sonurinn hafði þá komizt lengra en faðirinn. Lög- in hans voru að minnsta kosti spiluð undir hans nafni! En hvað hafði orðið um hann? Ég fékk Iánaða dagskrána hjá hús- bóndanum til að nota hana við eftirgrennslanir mínar. Ég varð að fá botn í þetta. Þegar ég kom til Borgundar- hólms í sumar, fékk ég að vita um hann það sem hér fer á eftir. Hann var jafn söngelskur og faðirinn og á margan hátt lif- andi eftirmynd hans, spilaði fyrirvaralaust á öll hljóðfæri, og samdi lög og bjó þau sjálf- ur út fyrir hljómsveit. En auk- þess aflaði hann sér fræðslu um eðli hljóðfæra og tók að smíða orgel og stilla píanó. Janus Bohn var fyrsti maðurinn á Borgundarhólmi, sem lagði stund á þetta. Hingað til höfðu menn einu sinni á ári fengið mann frá Kaupmannahöfn til að stilla píanó. Nú gerðist þess ekki lengur þörf, en menn urðu að sætta sig við að fá hljóðfæri sín stillt á nóttunni. Á daginn stundaði Janus Bohn starf sitt, steinhögg. Fyrir tvær krónur gekk hann þrjátíu km. leið, þvert yfir eyjuna, stillti eitt píanó, og var kominn heim aft- ur að morgni, er vinna skyldi hefjast. Ef menn fóru að þrátta um greiðslu við hann, vildi hann ekki taka við neinum peningum. Hann Iíktist einnig föður sín- um í því að hann eignaðist mörg börn — tólf í allt. Þegar hann var rúmlega fer- tugur, hætti hann steinhöggi og gerðist landpóstur. Hann gat nú stundað hvorutveggja án þess að annað yrði út undan, hann samdi lögin á póstferðum sínum og settist á vegbrúnina og skrif- aði þau niður og hafði póstpok- ann sem skrifborð. Hann hafði alltaf lítið hljóðfæri í vasanum, til þess að geta heyrt lögin með ytri eyrunum einnig, og reynt hinar ýmsu raddir. Um þetta leyti byggir hann fyrsta orgelið sitt — handa kirkjunni í heimasókn sinni. Hann leikur sjálfur á það, og út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.