Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
Þetta eru allt staðreyndir —
en hvar er skýringin, svörin?
Það eru tvær leiðir til að
skapa og njóta tónlistar. Önnur
er bein, hin er krókaleið. Surnir
njóta tónfegurðarinnar í tón-
listinni, þ. e. lags, nýrra sam-
hljóma, tónmagns, forms o. s.
frv. I þeirra eyrum er tónlistin
ekki flóknar rúnaristur, ekki
tákn, sem þarfnast skýringa.
Gildi tóna verður ekki skýrt
með hugmyndum eða orðum.
Þetta fólk nýtur tónlistarinnar
í tónlistinni.
Fyrir öðrum er tónlistin tákn-
ræn. Hún er ekki aðeins skraut,
útflúr, hljómar — heldur einn-
ig tákn, sem verður að skýra.
Allir geta skýrt tákn á sinn
hátt, með hjálp tilfinninga,
hugsana, minnis eða reynslu.
Hinir fyrrnefndu leita ekki að
„meiningu" í tónlist. Hæfileiki
þeirra til að njóta tónlistar er
meðfæddur. Tónlistin er þeirra
móðurmál. Þeir njóta þess, sem
tónlistin lætur þeim í té. Hinir
síðamefndu — og þeir eru í
milclum meirihluta — þurfa að
fara krókaleiðir til að geta not-
ið tónlistar. Þeir njóta þess sem
tónlistin „túlkar“; með öðrum
orðum þess sem þeir leggja af
sjálfum sér í tónlistina. Þessar
tvær tegundir hlustenda, tón-
listarunnenda, getum við einnig
fundið í röðum skapandi tónlist- -
armanna.
Sum tónskáld leggja einkum
áherzlu á samhljóma, laglínur,
form yfirleitt — á sama hátt
og sum ljóðskáld leggja mikía
áherziu á rím og fágað form,
leitast við að beygja tunguna til
hlýðni við sig, finna ný form,
nýja hætti.
Fyrir aðra er tungan og tón-
listin tæki, sem þeir nota til að
túlka eitthvað.
Með fullum rétti má segja, að
Beethoven hafi verið fyrsta tón-
skáldið, sem gerði vitandi til-
raun til að túlka í tónum innri
reynslu sína, innstu leyndar-
dóma sálar sinnar. Hann var
fyrsta tónskáldið, sem vitandi
vits reyndi að umbreyta sálar-
reynslu sinni í tónlist. Hann
kærði sig ekki um að tónverk
sín væru aðeins skraut, stærð-
fræði, útflúr — hann vildi skrá
endurminningar sínar í tónum
— og honum tókst það. Engum
hafði tekizt það fyrr.
Meginskýringin á hinum
óvenjulega áhrifamætti hans er
fólgin í þessu. Allt, sem hann
sagði, var nýtt, athyglisvert,
sérstætt og óvænt.