Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 96
94
tJRVAL,
sagt að ná tali af kjarnorkusér-
fræðingum í New York, til þess
að fá upplýsingar um þær orsak-
ir, sem líklegastar voru taldar
að hafa valdið sprengingunni.
Ég minntist nú, að ailir sérfræð-
ingarnir álitu að sprengingin
myndi ekki valda tjóni í meira
en nokkur hundruð mílna f jar-
lægð. En ég hafði það á tilfinn-
ingunni, að þeir leyndu mig ein-
hverju. Það var eins og þeir
byggju yfir leyndarmáli, sem
þeir voru hræddir við að skýra
frá.
Þegar ég spurði þá að því,
hvort gammageislar gætu gert
menn ófrjóa, svöruðu þeir engu,
eða bentu á, með varfærnisleg-
um orðum, að geislavirk efni
gæfu ekki frá sér gammageisla
nema „tiltölulega stuttan síma.“
Nú fór ég til fundar við Felix
Pell. Ég fór til hans vegna þess,
að hann hafði rætt minnst um
Mississippisprenginguna af öll-
um þeim kjarnorkusérfræðing-
um, sem eftir lifðu, enda þótt
ég væri viss um, að hann hefði
frá mestu að segja.
Pell spurði mig, hvort ég væri
enn að hugsa um Mississippi-
sprenginguna.
„Nei,“ svaraði ég, „ég er ekki
að hugsa um hana. En það lít-
ur út fyrir, að Mississippi-
sprengingin hafi gert mannkyn-
ið ófrjótt.“
Pell var ekki tilfinninganæm-
ur maður, það mátti hann eiga.
„Þetta er skrítin staðhæfing,“
sagði hann. „Mér er ekki kunn-
ugt um, að mannkynið sé orðið
ófrjótt.“
„Það kemur af því, að þér
getið ekki lesið dagblöð morgun-
dagsins," sagði ég.
„Er yður alvara?“
„Já, bláköld alvara. Eftir því
sem við höfum komizt næst, hef-
ir ekkert barn verið getið á jörð-
inni síðan Mississippi-spreng-
ingin varð.“
Pell fór að blaða í skjala-
bunka, sem merktur var leynd-
armál. „Allt frá því er spreng-
ingin varð,“ sagði hann, „höfum
við verið að velta því fyrir okk-
ur, hvort svo mikið magn geisla-
virkra efna gæti ekkiveriðskað-
legt fyrir lífið á jörðinni. Hér er
álitsgerð mín, sem ég er í þann
veginn að senda Rannsóknar-
nefnd ríkisins.“
„Og að hvaða niðurstöðu.
komuzt þér?,“ spurði ég.
„Ég komst að þeirri niður-
stöðu, að slík sprenging sendi frá
sér allskonar geisla með hraða
Ijóssins umhverfis jörðina. Ég