Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 34
32
ÚRVAL.
hjá því til að taka út hegningu
og afplána þannig sektina.
En maður getur þó ekki alltaf
látið börnin fá vilja sínum fram-
gengt, segja margir. Með því
móti yrðu þau að lokum óvið-
ráoanleg og ólíft á heimilinu
fyrir fullorðna fólkið. Nei, auð-
vitað ekki. Hið frjálsa uppeldi er
ekki í því fólgið að barnið eigi
alltaf að fá að gera það sem
það langar til. Frjálst uppeldi er
ekki í því fólkið að börnin eigi að
fá að leika knattspyrnu í stof-
unum eða rífa í sundur bækurn-
ar í bókahillunni. Það er heldur
ekki ætlunin að þau ráði öllu
á heimilinu. Barnið getur auð-
vitað ekki alltaf fengið vilja
sínum framgengt, en það verð-
ur að minnsta kosti að fá leyfi
til að láta í Ijós tilfinningar sín-
ar. Ef barn sem náð hefir í dýr-
an vasa til að leika sér að, er svift
„leikfanginu“, verður það án efa
reitt. Þó að barnið segi: Mamma
heimsk, þarf móðirin ekki að
reiðast eða óttast að barnið beri
ekki lengur virðingu fyrir sér.
Það er aðeins merki um að barn-
ið er ekki hrætt við hana. Það er
aðeins veikgeðja fólk sem krefst
ytri tákna um virðingu. Móðirin
á heldur að gleðjast yfir að
barnið þorir að segja meiningu
sína. Sambúoin milli barna og
fullorðinna á ekki að byggjast
á ótta. Foreldrarnir geta, ef þau
vilja, orðið raunverulegir félag-
ar barna sinna, sem börnin leita
til óttalaust í von um að mæta
skilningi.
Við gerum okkur alltof mik-
ið far um að temja barnið, af
því að við höldum að annars
reynist því erfitt að standast
hina hörðu samkeppni í lífinu,
en „ofuppalin“ börn eiga í raun
og veru miklu erfiðara með að
samlagast umhverfi sínu en
börn, sem hlotið hafa frjálst
uppeldi.
Það er mjög mikilvægt fyrir
barnið að það finni að foreldr-
unum þyki vænt um það. Og
það er alger misskilningur þeg-
ar „frjálslyndir“ foreldrar
veigra sér við að láta í ljós ást
sína til barnsins af ótta við að
það verði dekurbarn. Börnin
þarfnast blíðu og skilnings, og
beztu leikföng geta ekki komið
í staðinn fyrir ást og hlýju sem
þau eru svift. Foreldrarnir geta
ef til vill friðað samvizkuna
með því að moka gjöfum 1 barn-
ið, þegar þeim verður Ijóst, að
þau hafa vanrækt það, en jafn-
vel barnið finnur, að leikfangið
er aðeins fátækleg uppbót fjmir