Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
ar. Herniálaráouneytið hafði til-
kynnt, að Rannsóknaráðið hefði
gert Adam ófrjóan, að vísu
óviljandi og vegna sérstaks
óhapps. Engum var um að
kenna. Hermálaráouneytið hafði
fallist á skýringu Ransókna-
ráðsins og sömuleiðis forsetinn.
— Ég ákvað að ná þegar í stað
tali af Felix Pell og Kómer.
Ég hitti Pell á heimili hans.
„Svo að ykkur tókst að eyði-
leggja Hómer Adam,“ sagði ég.
„Ykkur tókst það vel, mjög vel.
Og þetta var aðeins slysni!“
„Nei, það var ekki slysni,“
sagði Pell.
„Segið mér,“ sagði ég, „af
hverju er ykkur svona illa við
mannkynið?“
Pell stundi. „Illa við mann-
kynið ? Mér er ekki illa við
mannkynio — ég hefi fórnað
lífi mínu í þágu þess. Ég veit,
að þér trúið mér ekki, og ég skal
ekki ásaka yður, því að þér vitið
svo lítið um málið.“
„Þér játið,“ sagði ég, „að
Hómer hafi ekki orðið ófrjór
vegna óhapps, og samt segið
þér —.“
„Já, ég stend við orð mín,“
sagoi Pell. „Hann gerði það
sjálfur! Ég hefi aldrei orðið fyr-
ir slíku áfalli í Iífinu. Hvers
vegna gerði hann það?“
Ég kvaðst ekki vita það, en
lofaði að komast að því. — Ég
fór með lestinni til Tarrytown,
á fund Hómers.
Hómer tók mér opnum örm-
um, og kallaði á Mary Ellen, tií
þess að láta hana vita um komu
mína.
„Hómer,“ sagði ég, „hvers
vegna gerðir þú það?“
„Hvernig fekkstu að vita
það?“ spurði hann. „Það var
leyndarmál. Það getur haft illt í
för með sér, ef það fréttist. Ein-
hverjir yrðu ef til vill kærðir
fyrir vanrækslu.“
„Engar áhyggjur," sagði ég.
„Dr. Pell sagði mér það sjálf-
ur.“
„Já, ég gerði það,“ sagði
Hórner. „Ég gerði það vegna
mín sjálfs — mig langaði til að
vera eins og aðrir menn. Nú er
ég orðinn eins og þeir.“
„Hvernig fórstu að því?“
„Það var mikið af allskonar
vélum í rannsóknarstofunni.
Ein þeirra geislaði frá sér
gammageislum. Ég tók rnér
stöðu fyrir framan hana, þegar
ég sá mér færi. Hún gerði mig
ófrjóan."
„Hómer,“ sagði ég, „þetta er