Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 56
5i
ÚRVAL
2500 málverkum, sem Corot
gerði, eru 7800 í Ameríku.“
Aðrir gagnrýnendur nefna
dæmi, allt frá hinum tveim út-
gáfum af málverki Gains-
boroughs „Blár drengur," sem
vöktu alheims athygli, til fals-
aranna, sem uppvíst varð um í
París fyrir nokkru, og falsað
höfðu málverk eftir Picasso og
Utrillo í tugatali.
„Málverk, sem fyrr og síðar
hafa verið keypt í þeirri trú,
að þau væru eftir Rembrandt,“
segir dr. M. Toeh, amerískur
listfræðingur, „eru allt að tífalt
fleiri en öruggt má telja að
Rembrandt hafi getað málað, og
að því er snertir aðra gamla
meistara, er munurinn enn
meiri. Til dæmis eru til 2000
málverk tileinkuð Van Dyck, en
þar af hefur hann sennilega
ekki málað nema 70.“
Stuðningsmenn Van Meeg-
erens segja, að úr því að hon-
um hafi tekizt svona vel að
falsa þessi málverk, sé hann
tvímælalaust listamaður á sínu
sviði. Þeir benda á, að hann hafi
ekki gert eftirlíkingu af neinu
listaverki Vermeers, heldur
skapað ný listaverk í anda og
stíl hins gamla meistara. Þeir
kalla þetta ,,skapandi“ fölsun í
Hollandi, og þeir segja, að það
sé ekki glæpur, heldur list, og
að Meegeren sé ef til vill mesti
listamaður á þessu sviði, sem
uppi hafi verið í heiminum.
Hans Van Meegeren er 58
ára að aldri. Hann byrjaði fyrir
alvöru að mála, þegar hann var
í menntaskóla. Um 1920 var
hann orðinn allþekktur. Fyrstu
árin eftir 1930 fékkst hann all-
mikið við að mála mannamynd-
ir, einkum af enskum aðals-
mönnum og amerískum auðkýf-
ingum suður við Miðjarðarhafs-
strönd.
Um þessar mundir hófst hin
harða barátta hans við hol-
lenzka gagnrýnendur og starfs-
bræður. List hans fann ekki náð
fyrir augum þeirra, en Meeger-
en segir, að þeir hafi öfundazt
yfir fjárhagslegu gengi hans.
Dró að lokum til fulls fjand-
skapar, og árið 1936 hugði Mee-
geren á hefndir.
Hann undirbjó vandlega hina
væntanlegu blekkingarstarfsemi
sína. Eftir að hafa kynnt sér
hina gömlu meistara með það
fyrir augum að stæla einhvern
þeirra, valdi hann Vermeer.
Hvers vegna Vermeer? „Af því
að ég hafði mikið dálæti á hon-
um,“ segir hann nú. „Stíll hans