Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 50
48
tJRVAL
unni og lífið dauðanum, að á
milli allra þáttanna ríkir farsæl
samstilling. Það er erfitt að
koma orðum að þessu. Það er
erfitt að komast hjá fjarstæðu-
kenndum fullyrðingum í líkingu
við þær sem hinir gömlu nátt-
úruguðfræðingar notuðu, þegar
þeir færðu fram sem sönnun á
að guðleg forsjón væri til, að
guð skyldi hafa komið því svo
haganlega fyrir, að nálega allar
stórborgir stæðu við skipgeng-
ar stórár. En hin samræmda
framvinda náttúrunnar er eigi
að síður staðreynd. 1 hinu þunga
öldufalli breytinganna er eins
konar lifandi jafnvægi.
Það er þetta sem náttúru-
fræðingarnir hvetja okkur til að
gefa gaum og taka tillit til.
Náttúran, sem hreyfist hægar
en skriðjökull, getur komið því
til leiðar að músarrindillinn, sem
einu sinni verpti á berri jörðinni,
breytist í fugl, sem nú verpir
einungis í holum, án þess að
hin óumræðilega hægfara
þreyting raski í nokkru hinu
breytilega jafnvægi í náttúr-
unni. Á þúsund eða miljón ár-
um eyðist fjall og slétta fæðist,
án þess að heildarsamræmið í
náttúrunni bíði nokkurt tjón af
því.
Enginn náttúrufræðingur
(nema kannske í Tíbet) heldur
því fram að hlutverk mannsins
sé að vera algerlega óvirkur.
Þeir ætlast ekki til að hann liggi
aðgerðarlaus og hræri hvorki
hönd né fót til áhrifa á atburða-
rás náttúrunnar. Ekkert dýr lif-
ir þannig; ekki einu sinni spæt-
an, ekki einu sinni músarrind-
illinn, ekki einu sinni sílið í
tjörninni. Lífið er starf, þátt-
taka einstaklingsins eftir beztu
getu í þeim straumi sem ber
hann áfram. Öflug þátttaka er
sama og auðugt líf; aðgerðar-
leysi er sama og dauði. Það sem
náttúrufræðingurinn heldur
fram er, að starfið eigi að miða
að sama marki og náttúran sem
heild stefnir að, og að duttl-
ungafullt, gjörræðislegt hirðu-
leysi í því efni geti haft alvar-
legar afleiðingar. Sem dæmi um
slíkt bendir hann á innflutning
starrans til Ameríku.
Starrinn átti ekki heimkynni
í Ameríku. Á umliðnum árþús-
undum hafði Iandið — og gróð-
urinn og loftslagið og allir þeir
óútreiknanlegu þættir sem gefa
staðbundinni þróun sín sérstöku
einkenni — komið því svo fyrir
að þar gætu lifað hundruð
fuglstegunda í blómlegu sam-