Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 18
16
TjRVALi
kjötsúpu með tvenns konar
hveitibollum og piparrótarsósu
út á kjötið — til heiðurs gest-
inum. Nú sátum við í vinnustofu
húsbóndans og reyktum og lét-
um fara vel um okkur.
— Það væri annars nógu
gaman að fá svolítinn andblæ að
heiman núna, sagði húsbóndinn
og tók að fást við útvarpstækið.
Því miður er hreint ekki auðvelt
að ná sambandi við okkar kæra
föðurland á daginn — þótt und-
arlegt sé, því að við erum ann-
ars ekki ljósfælin þjóð, Danir.
— Reyndu þá á stuttbylgj-
um, sagði húsfreyjan. Þar er
kannske auðveldara að ná í ykk-
ur — þið eruð hvort sem er
smábændaþjóð!
Hann sneri hnöppunum fram
og aftur. Undarleg hljóð heyrð-
ust öðru hvoru — brot úr jass-
lagi frá London, nokkur nas-
hljóð frá Königswusterhausen.
Stundum bárust hljóð utan úr
sjálfum himingeimnum: stuttar
ýlur klufu loftið og fóru eins
og kuldaleiftur niður eftir bak-
inu á mér. En allt í einu leið
dillandi mjúkt danslag út úr
tækinu, smeygði sér blíðlátt inn
í brjóst manns — og hvarf á
samri stundu.
— Þarna var Danmörk!
sagði húsbóndinn og var ákaf-
ur. Hann leitaði vandlega á
þeim stað, sem lagið hafði
heyrzt, og nokkrum sinnum
náði hann í töframjúka vals-
tónana, en aðeins andartak, svo
hurfu þeir aftur. Loks heyrðist
ekkert meir, og meðan húsbónd-
inn hélt árangurslaust áfram að
leita og tautaði meinlaus blóts-
yrði fyrir munni, eins og aðeins
Danir geta, barst ég með vals-
tónunum aftur í tímann, unz ég
staðnæmdist heima á strönd
bernskunnar.
Ég sat við hlöðuvegginn og
gerði mig lítinn — svo að eng-
inn kæmi auga á smaladrenginn
og ræki hann í rúmið. Því það
voru töðugjöld og hlöðugólfinu
hafði verið breytt í dansgólf. Á
borði sat ungur steinhöggvari
og lék á fiðlu og fólkið dansaði
svo að allt snerist fyrir augun-
um á mér. Húsbóndinn sveifl-
aði Karólínu, litlu, þriflegu elda-
buskunni, sem alltaf var með
ótal spékoppa í andlitinu, f jósa-
drengurinn dansaði við ungu
húsmóðurina — að hann skyldi
þora það! Hann sleppti henni
ekki, og þegar lagið loks hætti,
tók hann af sér húfuna og
vatt hana, svo að svitinn draup
úr henni á gólfið!