Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 100
98
TJRVAL,
að koma fyrir mig,“ stundi
hann.
„Vertu ekki að þessari vit-
leysu,“ sagði ég. ,,Þú ert hund-
heppinn — heppnasti maður á
allri jörðinni. En segðu mér —
hvar varstu staddur, þegar
sprengingin varð?“
,,I Colorado," svaraði Hómer.
,,Hg var sendur til þess að
athuga gamla silfur- og blý-
námu.“
„Hvar í Colorado?“
„Nálægt Leadville. Ég var all-
an daginn niðri í námunni, og
þetta er ein dýpsta náma í
heimi — að minnsta kosti
dýpsta blýnáman. Ég varð for-
viða, þegar ég kom til Lead-
ville um kvöldið, og mér var
sagt frá glampanum á himnin-
um. Seinna heyrði ég sagt frá
sprengingunni í útvarpinu.
„Þú hefir líklega verið varinn
af blýi á allar hliðar, þegar
sprengingin varð,“ sagði ég.
Adam hugleiddi þetta um
stund, en sagði svo: „Ef blý er
vörn gegn geislum, þá hefi ég
verið betur varinn en nokkur
annar maður á jörðinni."
„Voru nokkrir aðrir með þér
niðri í námunni?“, spurði ég
„Sei, sei, nei,“ svaraði Hómer.
.„Þessi náma hefir ekki verið
starfrækt í heilan mannsaldur.
Það eru að vísu verðir á staðn-
um, en þeir fara sjaldan langt
niður.“
Ég vildi að ég gæti gleymt
því, sem gerðist næstu daga.
Það var svipað og með Dionne
fimmburana, nema nú var það
faðirinn, en ekki móðirin, sem
allt snerist um. Ég er ekki fær
um að lýsa því. Líf og fram-
tíð Adams var sem sé orðið skil-
yrði fyrir lífi og framtíð alls
mannkynsins.
Ég var hundeltur og ofsóttur,
spurður og kvalinn til sagna af
starfsbræðrum mínum og systr-
um, þar til ég vissi ekki mitt
rjúkandi ráð.
Þegar blöðin höfðu fengið
nægju sína í bili, kom herinn til
skjalanna. Flokkur herlögreglu-
manna var sendur til Tarry-
town, enda var þar nóg verk-
efni, því að bæjarlögreglan réði
ekki við neitt.
En þegar Phelps-Smythe
ofursti kom, fór Hómer að
skiljast, hvert yrði framtíðar-
hlutverk hans með þjóðinni eða
jafnvel á sviði alþjóðamála.
Við Hómer vorum að leika
knattleik, þegar ofurstann bar
að garði: „Hver er ráðamaður