Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 44
Asninn með gnllklyfjarnar er enn sem
fyrr hættulegur, ef hann kemst
inn fyrir borgarhlið smáþjóðar.
Bréf frá Irlandi.
Úr „International Digest“,
eftir Margaret Barrington.
'C' NGLENDINGAR hafa gert
fimm megininnrásir í Irland,
að því er mannkynssagan tjáir.
Sjötta innrásin stendur nú sem
hæst.
Með hver jum degi koma hing-
að fleiri Englendingar, ýmist
sjó- eða loftleiðis. Irar rekast
alls staðar á þá. Með hverjum
pósti koma bréf til fasteigna-
sala í borgum og sveitum, frá
fólki sem er að leita fyrir sér
um hús og jarðnæði. Því að í
þetta skipti geldur innrásarliðið
hús og lönd í reiðu fé. Áður
voru írar neyddir til að
láta hermönnunum í té jarðnæði
endurgjaldslaust; nú láta þeir
það af hendi þvingunarlaust, en
fá í staðinn ávísanir og pappírs-
peninga, sem þeir geta ekki
eytt.
Þessi innrás byrjaði hljóðlega
strax og verkalýðsflokkurinn
komst til valda í Englandi.
Enskir stórjarðeigendur og
stríðsgróðamenn gátu ekkert
annað flúið, ef þeir vildu óáreitt-
ir njóta auðæva sinna og álits.
Sósíalistiskt England var ekki
staður fyrir þá.
Þeir sem komu til Eire fundu
gömul stórhýsi og landsetur,
stundum æðihrörleg, sem föl
voru fyrir mjög lágt verð. Þeir
fleyttu rjómann. I fyrrasumar
hófst innrásin fyrir alvöru.
Snemma sumars var búið að
kaupa írsk hús og landsetur
fyrir 500 miljónir króna. Nú er
þessi upphæð orðin miklu hærri,
en engar áreiðanlegar tölur eru
fyrir hendi.
Hverjir eru þessir nýju „land-
nemar“? Þeir eru af öllum teg-
undum, allt frá hertoganum af
Westminster til Brown og
Robinsons, sem græddu fé „á
einhverju á stríðsárunum“.
Margir þeirra eru opinberir
starfsmenn á eftirlaunum eða
uppgjafaliðsforingjar, einkum