Úrval - 01.06.1947, Page 127
ADAM
125
í alla staði skýr og skilmerkileg
frásögn. En ég er feginn, að
enginn sálsýkisfræðingur skuli
hlusta á okkur.“
„Mér þykir vænt um, að þú
skulir ekki halda að ég sé brjál-
aður,“ sagði Hómer. „Það er
ekkert að mér. Ég er eins og
annað fólk.“
„Já, Hómer,“ sagði ég, „þú
ert nákvæmlega eins og annað
fólk.“
Útvarpið fór að ræða um
óhappið — en þó ekki af mjög
mikilli svartsýni. Það var drep-
ið á Mongólana tvo. Þeir voru
frjóir. Innan fárra klukku-
stunda, voru Mongólarnir tveir
orðnir afar þýðingarmiklir í
augum Ameríkumanna.
Utanríkisráðherrann lét hafa
það eftir sér, að hann bæri
fyllsta traust til Rússa, hinna
hugrökku bandamanna okkar.
Þeir myndu áreiðanlega ekki
nota Mongólana handa sér ein-
um.
Hann benti á hjálp þá, sem
Bandaríkin hefðu veitt Rússum
í stríðinu. Andi kommúnismans,
sagði hann, byggðist á velferð
allra þjóða, og hann minnti á,
að hinir tveir frjóu Mongólar
væru engu síður borgarar
heimsins en Sovétríkjanna.
Þá var það, að skeyti barst
frá Moskvu, þess efnis, að rúss-
nesku stjórninni væri allsókunn-
ugt um frjóa Mongóla. Rúss-
neska stjórnin taldi söguna um
Mongólana vera þátt í and-
kommúnistisku samsæri.
Ástandið var allt annað en
skemmtilegt. Adam var ónýtur,
Rannsóknaráðið máttvana og
Endurf r jóvgunar-áætlunin í upp-
lausn. En fólk hélt áfram að
lifa lífinu. Það leit ekki út fyrir,
að lieimurinn myndi deyja í æði
og krampateygjum. Hann myndi
deyja úr elli.
Allt gekk sinn gang. Flugfé-
lögin hófu skemmtiferðir til
Parísar og Kairo. Það var nóg
af gervisilkisokkum á markaðin-
um, en þeir voru ekki lengur
í tízku. Húsnæðisvandræðin
minnkuðu. Allt var eðlilegt —
nema heima hjá mér.
Marge var orðin ákaflega
uppstökk og geðvond. Ég kenndi
því um, að lienni myndi svíða
barnleysið. Hún hafði verið vön
að sofa eins og selur, en nú
vaknaði hún um miðjar nætur
og heimtaði hitt og þetta. Hún
átti til með að segja: „Mig lang-
ar í hnetur.“ „Mig langar í egg.“
Stundum hélt hún, að útidyrnar
væru ólæstar, og ég varð að