Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 83
ER OFDRYKKJA ÓLÆKNANDI?
81
„í þetta skipti,“ fullvissaði hann
vini sína, „er mér óhætt, héðan
í frá drekk ég ekki annað en
vatn.“
Svo kvöld eitt hrmgdi lögregl-
an til konunnar hans. Þeir höfðu
fundið drukkinn mann á göt-
unni, og höfðu farið með hann
á stöðina ...
Það er nú almennt orðið við-
urkennt af læknum að ekki sé
til nein varanleg lækning á of-
drykkju. Það mesta sem hægt
sé að gera sér von um sé lengri
eða skemmri „endurreisn“ eða
bati, að áliti dr. Lyman C. Dur-
yea, formanns rannsóknarráðs
áfengismála í Bandaríkjunum.
1 læknaskýrslum eru ótal
dæmi um ofdrykkjumenn sem
gengu undir læknismeðferð og
fengu að því er virtist fullan
bata, en lentu svo skyndilega á
taumlausum „túrum“.
Hvers vegna? Hver er skýr-
ingin á því að ofdrykkjumenn
sem fengið höfðu fulian „bata“
bjmja svo oft að drekka aftur
— og meir en nokkru sinni fyrr ?
Grein þessi á að vera tilraun
til að svara þessum spurning-
um.
Dr. Duryea segir að skýring-
in á falli ofdrykkjumannsins sé
fólgin í því sem hann kallar
„gikksútbúnaðinn“. Eitt lítið
atvik getur „hleypt af“ röð af
gleymdum viðbrögðum og kom-
ið manni sem talinn var að fullu
læknaður af ofdrykkju, á taum-
lausan „túr“. Af því dregur
hann samlíkinguna við gikk á
byssu.
Maður sem hafði ekki bragð-
að áfengi í neinni mynd í tíu ár,.
tók hóstalyf við slæmu kvefi.
Það var vottur af áfengi í lyf-
inu, og fáeinir dropar nægðu til
að hleypa af gikknum og koma
manninum á „túr“, sem lauk
ekki fyrr en hann hafnaði á
drykkjumannadeild í sjúkrahúsi
tveim vikum síðar.
Annar maður hafði verið
bindindismaður í sex ár.
Drykkjumannsfortíð hans virt-
ist gleymd, því að hann forðað-
ist samkvæmi þar sem líklegt
var að áfengi yrði haft um
hönd, og helgaði sig starfi sínu
og heimili. Kvöld nokkurt að
vetrarlagi festist bíllinn hans £
snjóskafli. Vélin hitnaði svo
mikið við tilraunina til að losa
bílinn, að frostlögurinn tók að
sjóða.
Það var áfengi í leginum, og
þegar maðurinn andaði að sér
gufunni hljóp „gikkurinn” af.
Og þegar honum hafði tekizt að