Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 106
104
ÚRVAL
hún giæsilegastur kvenkostur í
New York, tuttugu og fimm ára
var hún yndislegasta húsmóðir-
in í London og þrítug var hún
bezt klædda fráskilda konan á
Rhode Island. Þrjátíu og fimm-
ára giftist hún mjög háttsett-
um og auðugum manni, og varð
þannig ein af fegurstu, gáfuð-
ustu og auðugustu konum
heims — a. m. k. að hennar eig-
in áliti. Þegar maður hennar dó,
fór hún að skipta sér af stjórn-
málum og var brátt kosin á
þing.
Fay einblíndi á Hómer, en
Hómer starði á Kathy. Fay
strunsaði framhjá borðinu okk-
ar og var háleit (til þess að
slétta úr hrukkunum á hálsin-
um; hún lét sem hún sæi ekki
Kathy, brosti til Hómers, kink-
aði kolli til mín og læddi út úr
sér: „Bölvuð tófan.“
Kathy stökk upp úr stóln-
um, en Óskar sefaði hana, enda
var Fay þegar sloppin út um
dymar. Hómer var náfölur og
hendur hans titmðu. Óskar
sagði við mig: ,,Þú hefir fengið
dæmalaust skemmtilega at-
vinnu, Steve! Alveg fyrirtaks
atvinnu!“
Ég varð að viðurkenna það.
Eg flýtti mér með Hómer upp
í svefnherbergið, afklæddi hann,
gaf honum asperin og kom hon-
um í rúmið. Fætur hans stóðu
út af rúmgaflinum, en ég gat
ekkert ráðið við það.
Næsta morgun vaknaði ég í
íbúð Adams. Þybbinn kvenmað-
um með gleraugu færði mér
svart kaffi. Hún kvaðst heita
Jane Zittes og vera einkaritari
minn. Mér leizt strax vel á hana,
enda reyndist hún mér með á-
gætum.
Ég mundi allt í einu eftir
Adam, og spurði Jane um hann.
„Hann fór út.“
„Fór út?“
„Já, það er svo sem klukku-
tími síðan. Ég reyndi að aftra
honum, en hann sagðist gera
það, sem honum sýndist. Og
hann fór.“
„Sagði hann, hvert hann ætl-
aði?“
„Hann sagði, að það hefði
verið hringt til sín og hann ætl-
aði að fara að ræða um fom-
leifafræði við einhvern.“
„Hamingjan góða! Hann hefir
lent í klónum á Kathy!“
Ég klæddi mig í snatri. Mér
var satt að segja ekkert sér-
staklega illa við það, að Hómer
var orðinn hrifinn af Kathy.
Það var merki þess, að hann