Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 93

Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 93
ADAM 91 panta pláss með allt að átta mánaða fyrirvara. Og allt í einu hverfur eftirspurnin! “ „Þú heldur þó ekki,“ sagði ég „að fólk sé hætt að eiga börn?“ „Ég veit ekki annað en það,“ svaraði Thompson, „að fólk hætti að panta fæðingarpláss í Heilsuverndarstöðinni frá 22. júní.“ „Hlægilegt,!“ sagði ég. „Fjar- stæða! Er nokkuð undarlegt við það, þó að fólk hætti að panta sjúkrahússpláss fimm mánuð- um fyrirfram?" Thompson klóraði sér á nef- inu og sagði: „Ef ný sjúkrahús hefðu verið byggð, eða fjöldi barna hefði dáið úr blóðkreppu- sótt, væri skýringin fengin.“ Ég reyndi að malda í móinn og taldi þetta stafa af einhverri meinloku í bókhaldinu. „Ámorg- un verður allt komið í lag,“ sagði ég um leið og ég fór. Ég kom heim um miðnætti og heils- aði Marge konu minni með kossi. „Hvernig stendur á því, að þú kemur svona beint heim?“ spurði hún. „Stund án þín,“ sagði ég, „er glötuð stund.“ Hún horfði íbygg- in á mig. „Nei,“ sagði hún, „það er ekki það. Þú býrð yfir ein- hverju.“ Ég sagði henni frá Thompson og sjúkrahúsinu. „Mér finnst vera kominn tími til að við eignumst barn,“ sagði hún, þegar ég hafði Iokið máli mínu. Næstu viku var moldbylur í Nýja-Englandi, La Guardia sagði af sér landsstjórastarfinu í Þýzkalandi, og forsætisráð- herrar og atvinnulausir kóngar og herforingjar komu í stórhóp- um frá Evrópu. Við urðum að fá viðtöl hjá þeim, og ég var búinn að steingleyma Thompson og dularfulla fyrirbrigðinu hans. Dag nokkurn var ég staddur fyrir utan Episcopal-sjúkrahús- ið, og mér datt í hug að líta inn. Ég spurði skrifstofustúlkuna, hvort hægt væri að fá pláss í fæðingardeildinni um 20. júní. Hún blaðaði um stund í spjald- skránni, hristi svo höfuðið og sagði: „Því miður, það er allt upptekið þann 20. júní. En ef það mættti vera tveim dögum seinna —“ „Þér eigið við,“ sagði ég, og var brugðið, „að það sé nóg pláss 22. júní ?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.