Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 70

Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL ekki kæmi ríkinu við. Á síðustu hundrað árum hefir það hlotið almenna viðurkenningu, að þetta hvorttveggja og margt fleira sé hlutverk ríkisins. Þess hefir orðið vart, einkum hjá þeim, sern beint eða óbeint hafa orðið fyrir áhrifum frá Hegel, að þeir líti á ríkið sem eins konar guðdóm, er sé hátt yfir borgarana hafinn og þeir eigi að hlýða í auðmýkt. Þetta er heimspekilegur þvættingur. Ríkið er raunverulega hópur einstaklinga, sem af einhverri ástæðu hefir verið falið meira vald en almennt gerist. Vel er hugsanlegt, að hagsmunir þess- ara einstaklinga rekist á hags- muni almennings, og einmitt af þeim sökum er nauðsynlegt að frelsi einstaklingsins sé örugg- lega tryggt. Allar stofnanir hafa tilhneig- ingu til að vaxa og færa út kví- arnar og ríkið er þar engin und- antekning. Það er því óumflýj- anlegt, að ríkið leggi undir sig æ fleiri verksvið, sem áður voru í höndum einstaklinga. Það er einkum á sviði efnahagsmál- anna, sem þessi tilhneiging rík- isvaldsins til ao færa út kvíarn- ar hefir vakið athygli og deilur. En í raun og veru er hér um að ræða miklu víðtækari tilhneig- ingu, sem snertir öll valdsvið, einkum þó í stjórnmálum og áróðri. En jafnvíst og það, að sterk rök mæla með aukinni efnahagsstarfsemi ríkisins, er hitt, að engin tilsvarandi ástæða er til þess að óska eftir yfir- völdum, sem eigi að ráða skoð- unum manna. 1 frjálslyndu lýðræðisríki eins og hér hjá okkur, hliðrar ríkisvaldið sér, fyrir áhrif al- menningsálitsins, hjá því að beita valdi á ýmsum sviðum, sem það gæti hæglega komið við, ef skoðanafrelsið væri ekki jafnrótgróið og raun ber vitni. Það gæti til dæmis krafizt þess, að allir kennarar í skólum ríkis- ins styddu stjórnarflokkinn, það gæti á meðan núverandi pappírsskortur ríkir neitað stjórnarandstöðunni um pappír í blöð eða bækur, þar sem ráð- ist væri á stefnu stjórnarinnar. Þetta er gert í mörgum löndum með afleiðingum, sem að mínu áliti eru mjög skaðlegar. En það er mjög varhugavert að treysta á mátt hefðarinnar, því að ef hefðbundnar skoðanir eru ekki studdar af stofnunum, er hætt við að þær tapi fylgi. Mest hætta stafar frelsinu af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.