Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 45
BRÉF FRÁ IRLANDI
43
af háum stigum. I stuttu máli:
það eru menn, sem ekki þurfa
að búa í heimalandi sínu til að
geta lifað.
Og hvers vegna koma þeir?
Fyrst og fremst til að komast
hjá að greiða háa skatta. Skatt-
ar eru tiltölulega lágir í Eire.
Þar eru ekki hátekjuskattar,
því að fáir eru til að borga þá.
Tekjur manna eru yfirleitt lág-
ar og fátt um ríka iðjuhölda.
Stjórn landsins er kapítalistisk,
og allt bendir til að hún sé föst
í sessi, að minnsta kosti er eng-
in stjórn í Vestur-Evrópu fast-
ari 1 sessi. Samkvæmt enskum
lögum losna þeir Englendingar
við skatta sem búa hálft ár eða
meira erlendis. Þeir þurfa því
ekki að afsala sér borgararétt-
indum sínum til að bjarga eigun-
um. Auk þess er næstum óger-
legt að fá írskan ríkisborgara-
rétt fyrir aðra en þá sem fædd-
ir eru í Eire, eða eru af írskum
foreldrum.
I öðru lagi vegna húsnæðis-
vandræðanna í Englandi. Stjórn
verklýðsflokksins byggir fyrst
yfir verkamennina, og þá sem
ekki geta keypt hús, en verða að
taka húsnæði á leigu. Fyrsta
takmark hennar er að byggja
yfir þá sem vinna að framleiðslu
útflutningsvara. Hún neitar að
láta laust byggingarefni fyrir
húsbyggingar til sölu á frjáls-
um markaði. Og það geta liðið
mörg ár áður en hægt verður að
fullnægja byggingaþörf efna-
stéttanna.
Þriðja ástæðan er stjórnmála-
legs eðlis. Þeir eru að flytja auð-
ævi sín eins langt burt frá
valdasviði sósíalistanna og þeir
geta. Þeir ætla sér ekki að láta
skattleggja sig, svo að Bevan
byggingamálaráðherra geti
byggt yfir verkamennina, sem
raunverulega urðu harðast úti
við loftárásirnar á enskar borg-
ir. Ekki ætla þeir sér heldur að
styðja fyrirætlanir verkalýðs-
flokksins um þjóðnýtingu iðn-
aðarins og félagsmálalöggjöf.
Þess vegna koma þeir til Eire,
þar sem þeir geta keypt hús og
lifað eins og „sjentilmenn".
Það er f jórða og ekki minnsta
ástæðan til komu þeirra. Ensk-
ur ofursti sagði í bréfi til kunn-
ingja míns, sem er háskóla-
kennari: „Ég fyrirlít hugsunar-
hátt íra, en síðan stríðinu lauk,
hef ég neyðzt til að viðurkenna
að Eire er eina landið, þar sem
maður getur lifað eins og sjent-
ilmaður."
En það er í því fólgið að hafa
6*