Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 66
64
Ctrval,
um var það orðin almenn venja,
að sængurkonur fóru á fætur á
fyrsta degi og heim á öðrum og
þriðja degi.
Þessar brezku tilraunir bár-
ust til eyrna Morris L. Rotstein,
læknis við Sinaispítalann í Balti-
more í Bandaríkjunum. I blaði
ameríska læknafélagsins lýsir
dr. Rotstein tiíraunum sínum
með 150 sængurkonur. Hann
gaf þeim fullt fæði strax eftir
fæðinguna, og hvatti þær til að
hreyfa sig í rúminu. Á þriðja
eða fjórða degi var þeim leyft
að sitja í stól tvo tíma, kvölds
og morgna. Á fimmta degi voru
þær farnar að ganga um óstudd-
ar, og á sjötta til áttunda degi
voru þær sendar heim.
„Engin af þessum konum
hafði illt af þessu,“ segir dr.
Rotstein. „Þeim leið vel, þegar
þær komu á fætur, og gátu
gengið um og hirt sjálfar sig, og
hjálpað þeim sem rúmfastar
voru, og var það mikil hjálp
hinni fáliðuðu sveit hjúkrunar-
kvenna. Þegar heim kom voru
þær ekkert máttlausar og betur
færar um að annast sjálfar sig
og börnin.“
Það sem læknar óttuðust
einkum við þessar tilraunir, var,
að legið sigi niður og færi úr
skorðum, þegar konan risi á
fætur. En ekki kom þetta fyrir
hjá neinni af þessum 150 kon-
um. Hins vegar komst legið í
réttar skorður eftir átta daga,
í stað þess að venjulega tekur
það tólf til fimmtán daga. Leg-
ið hreinsaðist Iíka fyrr við það
að konurnar fóru fljótt að stíga
í fæturna. Útferð var að heita
má öll hætt eftir sex daga, en
venjulega hættir hún ekki fyrr
en eftir fjórtán daga eða meira.
Tvennt var það, sem réði því
einkum að læknar töldu áður
fyrr rétt, að sængurkonur lægju
allmarga daga í rúminu: óttinn
við að legið mundi síga, og að
áreynsla og hreyfing gæti kom-
að af stað innvortis blæðingu.
Tilraunir dr. Rotsteins hafa nú
sýnt, að óttinn við að legið sígi
er ástæðulaus. Og þó að tilraun-
imar sýndu ekki beinlínis, að
hættan á blæðingu minnkaði við
að fara snemma á fætur, þá
sýndu þær að minnsta kosti, að
hún jókst ekki. Rúmlega er
ónauðsynleg, og raunverulega
skaðleg.
Rúmlega í lengri tíma dreg-
ur úr líkamsþróttinum og tefur
fyrir því að líkaminn fái aftur
sinn fyrri þrótt. Blóðrásin verð-
ur tregari, og bráðlega getur
j