Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 51
HEILDARSAMRÆMIÐ 1 NÁTTÚRUNNI
49
félagi. En starrinn var ekki í
þeim hópi. Þá tókum við okkur
fyrir hendur að flytja hann úr
sínum fornu heimkynnum í
gamla heiminum, og gera hann
á stuttum tíma að þegn í fugla-
ríki Ameríku.
Fyrsta tilraunin var gerð
1847. Hún mistókst. Starrinn
gat ekki samlagazt hinni fram-
andi náttúru og dó. Tilraun var
gerð aftur og aftur, en án
árangurs. Loks, árið 1890, tókst
maður nokkur, Eugene Schieffe-
lin að nafni, á hendur að sækja
stóran hóp starra til Evrópu og
sleppti þeim í Central Park í
New Yorkborg, og í þetta sinn
tókst að halda lífinu í þeim —
innleiða þá í fuglaríki landsins.
En þeir urðu ekki þægir þegn-
ar í ríkinu. Þeim tók að fjölga
mjög ört; þeir urðu harðgerðir
og hálfgerðir ránfuglar. Þeir
breiddust út frá New York í
allar áttir, numu ný lönd á
hverju ári. Bláfuglarnir* tóku
að hverfa úr hreiðurhúsunum,
sem menn höfðu byggt handa
þeim — starrarnir ráku þá á
brott, en settust sjálfir að í hús-
unum. Svölurnar hurfu einnig
úr hreiðrum sínum.
*) „Bluebird," amerískur söng-
fugl.
Starrinn var ekki farfugl og
nú flykktust þeir á vetrum tug-
þúsundum saman inn í borgirn-
ar, saurguðu gluggakistur og
eyðilögðu húsþök. Þúsundum
dollara var eytt til að flæma þá
í burtu, en árangurslaust. Á fá-
um árum höfðu þeir lagt undir
sig alla Norður-Ameríku.
Nú, eftir hálfa öld, er starr-
inn smátt og smátt að samlaga
sig fuglalífi landsins. Eins konar
jafnvægi hefir komizt á milli
hans og bláfuglsins. Hann hefir
smábreytt lifnaðarháttum sín-
um, lifir nú mestmegnis á skor-
dýrum og ávöxtum og er orðinn
farfugl. Eins konar samvinna
hefir tekizt milli hans og svart-
þrastarins. Jafnvægi hefir aftur
komizt á í náttúrunni.
Þessi þáttur úr sögu starrans
er í sjálfu sér lítilfjörlegur, en
að einu leyti er hann merkileg-
ur: hann er vísbending um það
hvernig lítilfjörleg, en óskyn-
samleg innblöndun í búskap
náttúrunnar getur raskað heild-
arsamræminu. Flyttu fugl af
óforsjálni og þú getur kollvarp-
að byggingu sem er miklu
stærri og margbreytilegri en þig
hafði dreymt um. Höggðu tré af
óforsjálni og af getur hlotizt ör-
fok og eyðimörk.