Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 29
II
„Það eru ekki til vond börn
Grein úr „Land og Folk“,
eftir Eric Danielsen.
IVffENNT er máttur.“ Þetta
orðtak á einnig við á sviði
uppeldismálanna. Mönnum er að
verða það æ Ijósara, að það er
vissulega ekki nóg, að foreldr-
arnir séu allir af vilja gerðir,
þeir verða einnig að hafa nokkra
þekkingu á uppeldismálum til
að geta sett sig inn í vandamál
barna sinna. Bækur um uppeld-
ismál eru lesnar meira en
nokkru sinni fyrr, og fyrirlestr-
ar uppeldisfræðinga eru mikið
sóttir.
Þó að þetta séu gleðileg tákn,
getur maður samt ekki varizt
þeirri hugsun, að þessi fróð-
leiksleit sé oft stunduð af harla
lítilli gagnrýni. Til að fyrir-
byggja allan misskilning vil ég
leggja áherzlu á að mér kemur
auðvitað ekki til hugar að mæla
með því að fólk láti sér nú aft-
ur nægja „heilbrigða skynsemi"
við uppeldið og hætti alveg að
lesa um uppeldismál. Tilgangur-
inn er aðeins sá að vara við
þeirri tilhneigingu, sem gætir
hjá sumum foreldrum að leita
að því í bókum sem á skortir
hjá þeim sjálfum. Það er fólk
sem misst hefir hæfileikann til
að hugsa og starfa sjálfstætt og
reynir því að finna ráð við öll-
um vandamálum í bókum. Af-
leiðingin verður sú, að þau
standa ráðalaus gagnvart hegð-
un barnsins, ef hún er ekki í
samræmi við það sem þau hafa
lesið. Bókvitið getur aldrei kom-
ið í staðinn fyrir tilfinninga-
tengslin við barnið. Þetta vita
þeir foreldrar er aðeins nota
bókvitið til að afla sér grund-
vallarþekkingar, sem auðveldar
þeim að breyta rétt gagnvart
barninu. Enginn barnasálar-
fræðingur, hversu duglegur sem
hann er, getur gefið foreldrun-
um „patentlausn“ á hinum erf-
iðu vandamálum uppeldisins.
Sálarlífið, jafnvel hjá ungbörn-
um, er svo flókið, að það er ekki
4*