Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 26
24
ÚRVAL,
hann væri ekki hinn stærsti —
l1/6 þumlungur á lengd, 1 þuml.
á breidd og % úr þumlungi á
þykkt. Fletirnir voru svo hag-
anlega skornir, að ljósið kast-
aðist frá einum fleti til annars,
svo að engu var líkara en að
ljósið ætti upptök sín í stein-
inum sjálfum.
Allt fram að byltingunni árið
1792, var demanturinn einn
mesti dýrgripur frönsku krún-
unnar. En í byltingunni var hon-
um stolið af bófaflokki, ásamt
öðrum gimsteinum, sem minna
voru virði.
Þjófarnir komust brátt að
raun um, að of mikil hætta
myndi vera því samfara, að
selja steininn, og þeir gátu ekki
heldur haft hann í sínum vörzl-
um. Þeir földu hann því í skurði
við Champs Elyses í París. En
einn þjófanna sveik félaga sína,
og þáði líf sitt fyrir að skýra
frá felustaðnum. Steinninn
fannst og þjófarnir voru allir
hengdir, að undanteknum svik-
aranum.
Þannig var steinninn aftur
orðinn eign Frakklands — eða
þess, sem völdin hafði þar. Og
þannig komst Napoleon yfir
hann. Hann setti hann þegar að
veði fyrir stríðsláni, er hann
fékk hjá Hollendingum, og þar
sem hernaðurinn gekk mjög að
óskum, gat Napoleon von bráð-
ar leyst steininn út, og notaði
hann djásnið síðan sem skart á
meðalkafla sverðs síns.
Vitað er, að demanturinn var
geymdur í Louvresafninu í
París, rétt áður en síðari heims-
styrjöldin skall á, og sagt er, að
tekizt hafi að fela hann á örugg-
um stað, áður en Þjóðverjar
héldu inn í París.
Frægasti demantur Banda-
ríkjanna er „Vonarsteinninn",
sem Edvard B. McLean frá
Washington keypti árið 1911
fyrir 300 þúsund dollara, og
enn er í eign ekkju hans. Saga
,,Vonarsteinsins“ er allóljós, en
sérfræðingar hallast að því, að
hann sé hluti af miklu stærri
steini, sem Lúðvík 14. keypti
af Tavernier nokkrum, en hann
hafði komið með hann frá Ind-
landi.
Mönnum ber saman um, að
Tavernier hafi komið með stór-
an demant, stálbláan að lit, og
hafi hann verið meðal þeirra
gimsteina frönsku krúnunnar,
sem þjófamir stálu. En þessi
blái steinn kom ekki í leitirnar
um leið og hinn. Það er sagt,
að hann hafi verið skorinn í