Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 59
Hryllileg framtíðarsýn:
Vanskapningar kjarnorkualdarinnar.
Grein úr „Liberty",
eftir Amram Scheinfeld.
Æ fleiri fréttir berast víðs-
vegar að úr heiminum um ó-
hugnanlega vanskapninga. Börn
með auka-útlimi eða án útlima,
börn með undarlega löguð höf-
uö — mörg þeirra fábjánar —
börn með sérkennilegan litar-
hátt og skrítið sköpulag, börn,
sem eru blind, hárlaus, dverg-
vaxin . . .
Mörg ykkar eigið ef til vill
eftir að lesa eitthvað þessu líkt
í blöðunum ykkar. Það er mjög
trúlegt, að afkomendur okkar
muni lesa það. Því að það er
öfgalaust álit vísindamanna, að
yfir mannkyninu vofi róttækar
breytingar á erfðaeiginleikum
þess. Líkur benda til, að þetta
hafi þegar átt sér stað að
nokkru leyti. Og óhjákvæmilegt
er, að það eigi sér stað í miklu
stærri stíl — ef við gerum ekki
þegar róttækar ráðstafanir til
að koma í veg fyrir það.
„Það er ekki hægt að taka of
djúpt í árinni, þegar skrifað er
um þessi mál,“ sagði merkur
vísindamaður við mig.
Það er of kunnugt til að þörf
sé á að endurtaka það hér,
hve stórvirkt gereyðingarvopn
kjamorkusprengjan er. Það,
sem hér verður rætt, er einkum
það sem er ekki á allra vitorði
— hvaða áhrif kjarnageislar
geta haft á frjósemi mannkyns-
ins, ekki aðeins í kjarnorku-
styrjöld, heldur einnig við ál-
urnir neyðist til að viðurkenna,
að Meegeren sé frábærlega
snjall falsari.
Ef sú verður raunin, mun
Meegeren sennilega verða dæmd-
ur í tveggja til sex ára fang-
elsi og tólf miljón króna
sekt. Hans Van Meegeren segist
vonast eftir þeim dómi. Það
muni sanna mál hans og særa
sjálfumgleði listgagnrýnend-
anna djúpu sári.
8