Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 124
.122
ÚRVAL
„Áttu við Pell og glæpahyskið
hans?“
„Já, Peil er formaður Rann-
sóknaráðsins."
„Kemur ekki til mála. Ég er
hættur.“
„Þú getur ekki hætt, Hómer.
Málið er ekki svo einfalt."
„Hvers vegna get ég ekki
hætt og farið leiðar minnar?“
„Það er bezt að ég segi þér
frá ástæðunni — þú ert raun-
verulega í stofufangelsi. Þú hef-
ir glatað réttindum þínum. Það
er alveg eins ástatt um þig og
eitt hundrað sextíu og fimm
pund af uraníum."
Ég hafði búizt við, að Hómer
ryki upp á nef sér, en hann var
alveg rólegur og bros lék um
varir hans. „Þeir sjá eftir
þessu,“ sagði hann.
Hómer fékk sér glas af víni,
og svo annað til. Það var orðin
mikil breyting á honum. Hann
var ekki lengur feiminn og hlé-
drægur, svipur hans var ákveð-
inn, og það leit helzt út fyrir,
að hann gæti boðið öllu byrginn.
Hómer var orðinn dálítið
kenndur, þegar Kipp hershöfð-
ingi og Phelps-Smythe komu.
Hershöfðinginn hafði naumast
kastað á okkur kveðju, þegar
Adam rauk upp:
„Þið getið farið með Rann-
sóknanefndina, frumeindakljúf-
ana og —.“ Ég sé ekki ástæðu
til að endurtaka orðin, sem
Hómer lét út úr sér, af því að
slíkt heyra menn dags daglega.
Nú var það Hómer, sem tók þau
sér í munn. — Ég hlustaði.
Phelps-Smythe blés út eins
og kalkún-hani. „Adam,“ sagði
hann, „við erum orðnir leiðir á
þessari bölvaðri vitleysu — þér
verðið að hlýða fyrirskipun-
um!“
„Nei,“ svaraði Adam. „Mér
dettur það ekki í hug.“
Phelps-Smythe fór niður í
vasa sinn og dró upp skjal.
Hann sló saman hælunum og
sagði: „Þetta skjal er samið af
hermálaráðuneytinu og undir-
ritað af forsetanum.“ Svo fór
hann að lesa:
Efni: Hómer Adam.
1. Hómer Adam er hér með
skipað í A A A flokk herstjórn-
arlegs efnis, sem telzt lífsnauð-
synlegt fyrir varnir Bandaríkj-
anna.
2. Hermálaráðuneytið ber á-
byrgð á viðhaldi og öryggi eign-
ar þessarar.
3. Hómer Adam ber ávallt
að hegða sér eftir þeim regíum,
sem forrnaður herforingjaráðs-