Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 11
BCG — BANABITI HVlTA DAUÐANS ?
8
ritað mikið um BCG næstu
mánuði, bæði með og móti, eins
og oft þegar ný, merkileg lyf
koma fram. Grein þessi er til-
raun til að skýra og meta það
sem þegar er komið fram um
BCG.
BCG er ekki eitt af þessum
töfralyfjum, sem komið hafa
fram á sjónarsviðið á undan-
förnum áratug. Saga þess nær
allt aftur til ársins 1906. Tveir
vísindamenn við Pasteurstofn-
unina í París, Albert Calmette
og Camille Guerin sitja á tali
saman. Yfirskegg Calmette iðar
af mælsku — hann er að lýsa
erfiðleikum franskra nautgripa-
ræktenda. Berklarnir geisa í
.kúnum, og mannfólkið sýkist af
osti, smjöri og mjólk úr sjúk-
um kúm.
Ef við hefðum aðeins bólu-
efni gegn kúaberklum, segir
Calmette, hefðum við tvíeggjað
vopn í höndum. Það mundi ekki
aðeins bjarga kúnum, heldur
mundi það einnig koma í veg
fyrir að mannfólkið sýktist af
kúnum. Guerin kinkar kolli
samsinnandi. Hefir Calmette
nokkra ákveðna skoðun á því,
hvernig ná megi slíku tak-
marki? Já.
Hugsum okkur til dæmis, seg-
ir hann, að við útvegum okkur
skæða kúaberklasýkla, og vinn-
um síðan að því í nokkur ár að
veikja þá, draga úr þeim víg-
tennurnar, þangað til þeir eru
orðnir svo veikburða, að þeir
geta ekki lengur valdið berkl-
um. Er þá ekki hugsanlegt að
hægt sé að nota þá til að örva
myndun náttúrlegs varnaref'nis
í blóði kúnna gegn berklum?
Slík tilraunastarfsemi yrði
allt annað en skemmtíleg. Hún
mundi kosta margra ára þolin-
mæðisstarf — og miklar líkur
til að árangurinn yrði enginn.
Eigi að síður tóku þoir til
starfa.
Fyrst náðu þeir sér i skæða
berklasýkla úr dauðveikri kú,
og létu þá í næringarvokva.
„Maturinn", sem sýklunum var
gefinn var ekki beinlínis lystug-
ur. Það voru marðar kartöflur,,
glycerín og nautsgall. Von
þeirra var, að þessi óskemmti-
legi kostur svifti hina gráðugu
sýkla matarlyst og þrótti, ef
þeir væru aldir á því nógu lengi.
Á fárra vikna fresti veiddu
vísindamennirnir nokkra sýkla
upp úr vökvanum með platínu-
þræði. Síðan settu þeir þá í ann-
að glas með nýjum kartöflum,
glýceríni og nautsgalli, og ólu