Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 27
DEMANTAR
25
þrjá steina, og vel getur verið,
að „Vonarsteinninn“ sé einn
þeirra.
Saga steinsins, sem frú Mc-
Lean á, verður ekki rakin lengra
en til ársins 1812. Hann er iy8
þumlungur á lengd, 7/s úr þuml.
á breidd, vegur 45 karöt og er
snilldarlega skorinn. Hann
fannst í veðlánabúð í London
árið 1830, og litlu síðar keypti
H. T. Hope, bankaeigandi, hann
fyrir 90 þúsund dollara, og þótti
gera góð kaup.
1 bókinni, „Gimsteinar í 5000
ár“, eftir F. Rogers og A. Beard,
benda höfundarnir á það, að
unnt muni vera að grafast fyrir
um forsögu „Vonarsteinsins",
með því að beita nýrri rann-
sóknaraðferð, sem Scotland
Yard hefir tekið upp, til þess að
greina demanta. Aðferðin er
fólgin í því, að ljósmynda kryst-
alsgerð steinanna. Með því móti
væri hægt að bera krystalsgerð
„Vonarsteinsins" saman við
gerð hinna steinanna, til þess
að komast að því, hvort þeir
væru allir hlutar af sama dem-
antinum.
Álitið er, að þyngd allra þess-
ara steina muni vera svipuð og
„bláa“ steinsins, sem vóg 100
karöt, og Lúðvík 14. átti í gim-
steinasafni sínu. Þannig má
rekja skyldleika gimsteina,
enda þótt þeir hafi verið skornir
í smá hluta.
Cullivansteinninn er stærsti
demantur, sem fundist hefir. O-
slípaður vóg hann iy3 pund eða
3106 karöt. Hann var á stærð
við mannshnefa, og fannst í
Premiernámunni í Suður Afríku
árið 1905. Frederick Wells,
námuverkstjóri, sá glitta í hann
í kvöldsólinni og gróf hann úr
jarðlaginu með vasahnífnum
sínum. Hann hlaut 10 þúsund
dollara þóknun fyrir fund sinn.
Steinninn var skírður í höfuðið
á Thomas Cullivan, forstjóra
félagsins, og var seldur ríkis-
stjórninni í Transwaal, sem
sendi hann Játvarði 7. Breta-
konungi að gjöf — í þakklætis-
skyni fyrir það, að hann hafði
gefið nýlendunni stjórnarskrá.
Sagt er, að Transwaalstjóm
hafi greitt 800 þúsund dollara
fyrir steininn.
Steinskerar athuguðu stein-
inn mjög nákvæmlega áður en.
þeir tóku að skera hann. Það
var ofurlítill brestur í miðjunni,
og því var ákveðið, að kljúfa
hann um brestinn. Þetta tókst
svo vel, að þegar klofningunni