Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 43
NEGRAVANDAMÁXJÐ 1 LJÓSI MANNFRÆÐINNAR
41
jafnrétti við aðra þegna, mun
virðast miður gefinn. Fátækt
sljóvgar hugann, og aðeins þeir
sem skara fram úr geta sigrast
á henni. Negrafjölskyldur, sem
notið hafa góðs uppeldis og
menntunar í nokkra ættliði,
standa fyllilega á sporði hvít-
um mönnum sem búið hafa við
sömu skilyrði, en slíkir negrar
eru aðeins örfáir í samanburði
við þann mikla fjölda sem býr
í hreysum úti í landsbyggðinni
og í fátækrahverfum stórborg-
anna og varla getur heitið að
njóti nokkurrar skólamenntun-
ar. Auðsveipni og ábyrgðarleysi
eru eiginleikar, sem hvítir menn
hafa ætíð alið á hjá negrunum.
Ef einhver þeirra sýnir dugnað
og vilja til að komast áfram er
hann álitinn frakkur og nauð-
syn talin að stíga á hann.
Margt í niðurlægingarástandi
negranna á rót sína að rekja til
þrælahaldsins. Við getum aldrei
gleymt því alveg, að forfeður
þeirra negra, sem nú lifa, voru
einu sinni eign hvítra manna.
Indíánarnir eru sérstakur kyn-
þáttur og verða einnig að una
því að vera í þjónustu hvítra
manna, en það tókst aldrei
fyllilega að hneppa þá í þræl-
dóm. Fólk með Indíánablóð í
æðum er hreykið af forfeðrum
sínum og sætir ekki ofsóknum
vegna uppruna síns, en einn
dropi af negrablóði nægir til að
setja mann á óæðri bekk.
Það er augljóst mál, að spá-
dómar þeir, sem settir eru fram
hér að framan, eiga lítið skylt
við negravandamálið eins og
það er nú. Þó að negrarnir muni
sennilega hverfa sem sérstak-
ur kynþáttur á næstu tvö hundr-
uð árum, er ástandið í þessum
málum svo alvarlegt í dag, að
ekkert vit er að sita auðum
höndum og bíða þess að það leys-
ist af sjálfu sér í langri framtíð.
Nokkur huggun má þó samt
vera í þeirri tilhugsun, að
barnabarnabarnabörn okkar
muni ekki þurfa að hafa á-
hyggjur út af kynþáttaofsókn-
um.
'k 'k ~k
Erfið samvinna.
Tveir drengir tvimenntu á litlum rugguhesti. „Útreiðartúrinn"
hefir víst ekki gengið sem bezt, þvi að annar drengurinn sagði:
„Eí annar okkar færi af baki, mundi mér ganga miklu betur.“
— Watchman-Examiner.
o