Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 121
ADAM
119*
tólið á símanum og sagði: „Við
skulum athuga málið.“ Hann
hringdi í ýmsar áttir og spurðist
fyrir. Að lokum sneri hann sér
að mér og sagði: „Ég á bágt
með að trúa þessu! Faðir Kathy
og Felix Pell eru báðir staddir
í Washington. Pell býr hjá Peter
nokkrum Pflaum. Pflaum stjórn-
ar frumeindakljúfnum í Carne-
giestof nuninni. ‘ ‘
Ég þreif símaskrána og gætti
að heimilisfangi Pflaums. Hann
bjó skammt burtu frá hótelinu.
„Þetta er augljóst mál,“ sagði
ég. „Þlómer hefir farið rakleitt
þangað — og þar er hann. Hann
hefir rambað beina leið í gin
úlfsins."
„Þetta getur verið tilviljun,"
sagði Root.
„Nei,“ sagði ég, „það er ekki
tilviljun. Við skulum hraða okk-
ur.“
Við vorum ekki lengi á leið-
inni. Ég sá hryllilegar sýnir
fyrir hugarsjónum mínum. Ég
ímyndaði mér, að Hómer væri
nú reyrður nakinn við einhverja
vítisvél uppi í þakherbergi, eða
við fyndum brunnin bein hans
niðri í kjallara. Eða þeir væru
búnir að gera hann að engu.
Við hringdum dyrabjöllunni.
Pflaum kom til dyra. Hann
kvaðst vera önnum kafinn og
engan tíma hafa til að taka á
móti gestum.
„Mér þykir leitt að ónáða yð-
ur,“ sagði Root, „en ég verð að
tala við yður nú þegar. Ég er
frá leynilögreglunni."
Brosið hvarf af vörum
Pflaums og Iiann opnaði dyrn-
ar. „Kvað get ég gert fyrir yð-
ur?“
„Við leitum herra Adams,“
sagði Root.
„Ilvernig í dauðanum vissuð'
þið, að hann var hér?“
Root svaraði ekki, en ruddist.
fram hjá Pflaum og inn í húsið.
Ég fór á hæla honum.
Þegar við komum inn í bóka-
herbergið, sáum við sjón, sem
ég hafði alls ekki átt von á.
Pell sat við skrifborðið, og á
stólum, sem raðað var í hálf-
hring gegnt því, sátu þauKathy,
faðir hennar og Hómer. — Ég
sá ekki, þegar Root tók upp
skammbyssuna, en ég heyrði
hann segja: „Hreyfið ykkur
ekki! Ég veit, a,ð þetta er gam-
aldags vopn, sem getur ekki
gert út af við heilar þjóðir, en
það getur sent kúlu í ykkur, ef
mér sýnist svo.“
„Bíðið við,“ sagði Pell. „Hér
hefir ekki verið framinn neinm