Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 111
ADAM
109
eitthvert gagn verður í þessu
skal ég reyna það.“
María og Thompson ákváðu
að fara til Washington, til þess
að skoða Hómer, og sannreyna,
hvort óhætt væri að fara að
byrja á gervifrjóvguninni. Ég
áleit, að hann væri orðinn nógu
heilsugóður til þess.
Um kvöldið barzt fregn frá
London, þess efnis, að tveir
frjóir karlmenn hefðu fundizt í
Mongólíu. Þeir höfðu fundizt
fyrir nokkrum mánuðum, en
Rússar höfðu þagað yfir því.
Álitið var, að þeir væru námu-
menn, og hefðu verið niðri í blý-
námu, þegar sprengingin varð,
eins og Adam.
„Ætli þetta sé satt?,“ sagði
Thompson.
„Það er ekki ósennilegt,“
sagði María.
„Ekki finnst mér það trú-
legt,“ sagði ég. „Ég býst varla
við, að brezka utanríkisráðu-
neytið viti hvað gerist í Mongó-
líu. Þetta er sennilega kvik-
saga.“
„En hvaða áhrif myndi það
hafa á Endurfrjóvgunaráætlun-
ina, ef það væri satt?“
„Ég býst við að afleiðingin
yrði fjölgunarkapphlaup milli
okkar og Rússa. Þeir sleppa
sér í Washington, ef þeir frétta
af frjóum Rússa.
Þegar ég vaknaði morguninn
eftir, var komið foráttuveður.
Ég ákvað að eyða deginum í
rúminu og hirða ekki hót um
veðrið, herrana í Washington,
gervifrjóvgunina eða Mongólana
tvo.
Um hádegisbilið leit ég á
sjónvarpið, og viti menn — þar
var þá Fay Knott og starði
beint framan í mig. — Hún var
að hefja ræðu sína í efri deild
þingsins, og það fyrsta sem ég
heyrði, var að Endurfrjóvgun-
aráætlunin væri tóm vitleysa og
fullkomið hneyksli.
„Ég tala á alvarlegri
stundu,“ sagði hún. „Fregnir
hafa borizt um, að í Mongólíu
séu tveir menn, sem geta aukið
kyn sitt. Ég rengi ekki rétt
kommúnista til að lifa og tímg-
ast, en hugsið ykkur að heimur-
inn yrði full af mongólskum
kommúnistum!"
Hún brosti og þagði stundar-
korn, svo að hlustendurnir gætu
virt hana fyrir sér. „Möguleik-
ar okkar til áframhaldandi lífs
byggjast á einum manni —
herra Adam. Og hvað hefir
stjórnin gert við Adam? —
Stjóminni virðist ekki vera