Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 60
58
ÚRVAL
menna notkun kjarnorku á frið-
artímum, án strangra varúðar-
ráðstafana.
Nýlega var þess getið, að
amerískur erfðafræðingur, pró-
fessor Hermann J. Miiller, hefði
fengið Nóbelsverðlaun. Þið vit-
ið kannske ekki fyrir hvað það
var? Þá skal ég segja ykkur
það: Með tilraunum, sem hann
gerði árið 1927 á rannsóknar-
stofu sinni við háskólann í Tex-
as, sýndi hann fram á, að með
því að beina röntgengeislum á
ávaxtaflugur, mátti breyta
erfðaeiginleikum margra af-
kvæma þeirra. Á næstu árum
fekkst reynsla fyrir því, að
hægt var að framkalla sömu
erfðabreytingar, eða stökk-
breytingar, í öðrum lifandi ver-
um, með röntgengeislum. En
það var ekki fyrr en kjamorku-
sprengjunum hafði verið varp-
að á Hiroshima og Nagasaki,
að mönnum varð að fullu ljós
þýðing þessarar uppgötvunar.
Því að það, sem prófessor
Múller gerði við ávaxtafulgurn-
ar, hafði nú verið gert — og
var hœgt að gera í óhugnarilega
stórum stil — við mennina. Eða
svo að orð prófessorsins séu
notuð: „Geislar kjarnorku-
sprengjunnar em þeirrar teg-
undar, sem veldur breytingum
á erfðaeiginleikum, og líklegt
er, að þessar breytingar verði
sýnilegar í Nagasaki og Hiro-
shima í þúsund ár.“
Hverskonar breytingar? Þeg-
ar prófessor Muller reyndi rönt-
gengeisla við ávaxtaflugumar
sínar, uppgötvaði hann sér til
mikillar undrunar, að stökk-
breytingar urðu margfalt tíðari
en ella. Á móti hverju nýju af-
brigði, sem hingað til hafði orð-
ið til við náttúrleg skilyrði, urðu
til 150 fyrir áhrif röntgengeisl-
anna!
Og hvílík afbrigði! Eftir því
sem tilraununum miðaði áfram,
kom fram hver vanskapningur-
inn á fætur öðram: flugur með
stýfða vængi eða næstum
vængjalausar; flugur með áður
óþekktum augnalit — grænum,
gulum, purpurarauðum, hvítum,
hálfblindar og alblindar flugur,
og jafnvel augnalausar flugur;
hárlausar flugur eða f lugur með
hár af ýmsu tagi; dvergflugur
og flugur með mislanga fætur
— og þegar sum þessara af-
brigða voru æxluð saman, eign-
uðust þau afkvæmi, sem ekkert
líktust flugum! Það er eftir-
tektarvert, að flestar breyting-
arnar voru til tjóns; örsjaldan