Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 14
12
ÚRVAL
taka af allan vafa um gagnsemi
BCG. En fréttir af jákvæðum
árangri hafa einnig borizt úr
öðrum löndum. Berklarnir hafa
verið mjög útbreiddir og mann-
skæðir meðal Indíána í Banda-
ríkjunum. Indíánamálaráðu-
neytið og heilbrigðisyfirvöldin
hófu tilraunir með BCG árið
1935. Niðurstöðurnar voru birt-
ar fyrir nokkrum vikum. I upp-
hafi voru 1550 Indíánabörn
bólusett, en 1457 börn voru
höfð til samanburðar. Sex árum
seinna höfðu 28 börn úr síðari
hópnum dáið úr berklum, en að-
eins 7 úr fyrri hópnum.
Frá Brazilíu berast svipaðar
fréttir. Berklaveiki var þar
mjög útbreidd árið 1933, þegar
yfirvöldin komu á fót BCG-
rannsóknarstofnun, er sjá
skyldi öllum er óskuðu fyrir
bólusetningu. 1 mörgum héruð-
um varð það að venju að bólu-
setja ungbörn fárra daga göm-
ul. Svipaða sögu er að segja frá
Uruguay. Læknar þar hafa tek-
ið upp þá aðferð að merkja öll
nýfædd börn, sem bólusett eru,
með því að dæla svörtu litarefni
inn undir húðina á litlum bletti
á stóru tá hægri fótar.
I Danmörku var hafin almenn
BCG bólusetning eftir víðtækar
tilraunir, sem gerðar höfðu ver-
ið á Borgundarhólmi. Fimmti
hver eyjarskeggi á aldrinum 15
—36 ára var bólusettur. Berkla-
sjúklingum á eyjunni fækkaði
við þetta um helming!
Eftir því sem fleiri fré'ttir
berast af bólusetningum með
BCG, verður útkoman betri og
ótvíræðari. Yfir 2 000 000 manna
hafa nú verið bólusettar. Og
reynslan er sú, að ef bólusett
fólk fær berkla eru þeir að öll-
um jafnaði vægari og viðráðan-
legri en hjá óbólusettum sjúk-
lingum.
Læknar munu nú almennt
orðnir sannfærðir um gagnsemi
BCG, og að nauðsyn beri til að
auka tilraunirnar í stórum stíl.
Ef til vill er hér fundið ráðið
til að útrýma berklunum alger-
lega, en engum blandast hugur
um, að þörfin er brýnust í hin-
um stríðshrjáðu löndum Evrópu,
þar sem berklarnir ógna nú
börnunum meira en nokkru
sinni fyrr.
(Tilraunir með berklabólusetningu
munu hvergi lengra komnar en í
Danmörku, og danski Rauði kross-
inn hefir nú þegar hafið bólusetn-
ingu í stórum stíl meðal pólskra
barna, og mun einnig vera í þann
veginn að hefja bólusetningu á
þýzkum börnum. — Þýð.)