Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 14

Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 14
12 ÚRVAL taka af allan vafa um gagnsemi BCG. En fréttir af jákvæðum árangri hafa einnig borizt úr öðrum löndum. Berklarnir hafa verið mjög útbreiddir og mann- skæðir meðal Indíána í Banda- ríkjunum. Indíánamálaráðu- neytið og heilbrigðisyfirvöldin hófu tilraunir með BCG árið 1935. Niðurstöðurnar voru birt- ar fyrir nokkrum vikum. I upp- hafi voru 1550 Indíánabörn bólusett, en 1457 börn voru höfð til samanburðar. Sex árum seinna höfðu 28 börn úr síðari hópnum dáið úr berklum, en að- eins 7 úr fyrri hópnum. Frá Brazilíu berast svipaðar fréttir. Berklaveiki var þar mjög útbreidd árið 1933, þegar yfirvöldin komu á fót BCG- rannsóknarstofnun, er sjá skyldi öllum er óskuðu fyrir bólusetningu. 1 mörgum héruð- um varð það að venju að bólu- setja ungbörn fárra daga göm- ul. Svipaða sögu er að segja frá Uruguay. Læknar þar hafa tek- ið upp þá aðferð að merkja öll nýfædd börn, sem bólusett eru, með því að dæla svörtu litarefni inn undir húðina á litlum bletti á stóru tá hægri fótar. I Danmörku var hafin almenn BCG bólusetning eftir víðtækar tilraunir, sem gerðar höfðu ver- ið á Borgundarhólmi. Fimmti hver eyjarskeggi á aldrinum 15 —36 ára var bólusettur. Berkla- sjúklingum á eyjunni fækkaði við þetta um helming! Eftir því sem fleiri fré'ttir berast af bólusetningum með BCG, verður útkoman betri og ótvíræðari. Yfir 2 000 000 manna hafa nú verið bólusettar. Og reynslan er sú, að ef bólusett fólk fær berkla eru þeir að öll- um jafnaði vægari og viðráðan- legri en hjá óbólusettum sjúk- lingum. Læknar munu nú almennt orðnir sannfærðir um gagnsemi BCG, og að nauðsyn beri til að auka tilraunirnar í stórum stíl. Ef til vill er hér fundið ráðið til að útrýma berklunum alger- lega, en engum blandast hugur um, að þörfin er brýnust í hin- um stríðshrjáðu löndum Evrópu, þar sem berklarnir ógna nú börnunum meira en nokkru sinni fyrr. (Tilraunir með berklabólusetningu munu hvergi lengra komnar en í Danmörku, og danski Rauði kross- inn hefir nú þegar hafið bólusetn- ingu í stórum stíl meðal pólskra barna, og mun einnig vera í þann veginn að hefja bólusetningu á þýzkum börnum. — Þýð.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.