Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 95
ADAM
93
við mig. Mér datt í hug, að ein-
hver rægitunga hefði verið að
spilla fyrir mér og starfi mínu.
Þú veizt, að ég hefi haft mikið
að gera. Fyrir nokkrum mánuð-
um hættu allt í einu að koma
nýir sjúklingar. Ég hirti ekki um
þetta í nokkra daga, en svo leit
dr. Blandy inn til mín, og hann
hafði sömu sögu að segja. Við
höfum talað við sex aðra fæð-
ingarsérfræðinga. Við ætlum að
halda fund í næstu viku, til þess
að athuga rnálið nánar.“
Ég sneri mér að Pogey. „Ég
held, að það sé ekki um neitt að
villast,“ sagði ég. Pogey hallaði
sér fram á skrifborðið: „Ég hefi
verið að hugsa um ummæli
Farrells hershöfðingja," sagði
hann, „þau sem hann viðhafði
eftir kjarnorkusprenginguna í
Nýju Mexikó. Hann sagði að
sprengingin boðaði dómsdag og
sýndi okkur fram á, að það
gengi guðlasti næst, að við, svo
aumir og smáir, dirfðumst að
leika með þau öfl, sem hinn al-
máttgi hefði hingað til ráðið
einn yfir.“
Ég minntist svipaðra um-
mæla, eftir að Hiroshima var
lögð í rústir, á þá leið, að mann-
kynið hef ði nú öðlazt mátt til að
fremja sjálfsmorð. Ég fór að
hugleiða það og ég fór að hugsa
um Mississippislysið, og allt í
einu rann upp ljós fyrir mér.
„Hvenær varð Mississippi-
sprengingin? Var hún ekki í
september?“, æpti ég.
Pogey rétti sig upp í stólnum.
„Þarna kemur þú með það, auð-
vitað!“ sagði hann. „Mississippi-
sprengingin var 21. september.
Níu mánuðir upp á dag! Níu
mánuðir upp á dag!“
Þið munið sjálfsagt eftir því,
að það var 21. september, sem
hin mikla, nýja kjarnorkurann-
sóknarstöð í Bohrville í Missis-
sippiríki, sprakk í loft upp.
Spengingin var svo ægileg, að
sprengingarnar í Nagasaki og
Hiroshima voru eins og skamm-
byssuskot í samanburði við
hana.
Það var ekki urmull eftir af
Bohrville og mestur hluti Missis-
sippiríkis lagðist í auðn.
Um orsök sprengingarinnar
vissu menn ekkert, því að allir
fórust, sem unnu við rannsókn-
irnar. En hitt var kunnugt, að
í Bohrville var unnið að fram-
leiðslu á U-235 eða plutonium
og öðrum slíkum efnum í stór-
um stíl.
Eftir sprenginguna var mér