Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 67
FERILVIST Á FYRSTA DEGI
65
sjúklmgurinn ekki staðið í fæt-
uma án þess að fá svima eða
falla í yfirlið. Hætta er á að
blóðið staðni og tref jar myndist
við æðaveggina, einkum í fótun-
um. Þessar trefjar, eða blóð-
tappar, eins og þser eru kallað-
ar, geta svo losnað frá æða-
veggjunum og borizt til lungn-
anna, þar sem þær geta valdið
alvarlegum sjúkdómi og jafnvel
dauða. Vöðvar líkamans rýrna
af notkunarleysi og missa þrótt.
Þessi minnkandi vöðvaþrótt-
ur er einkum varhugaverður
fyrir sængurkonur, því að hin
innri líffæri þeirra hafa farið
allmjög úr skorðum og þurfa
að komast í samt lag aftur. Þeg-
ar vöðvar líkamans eru slappir,
tekur þetta lengri tíma en ella.
Auk þess veldur rúmlegan því,
að legið sígur aftur í bakhlið
kviðarholsins. Legið, sem kom-
izt hafði úr skorðum við fæðing-
una, kemst þannig enn meira úr
skorðum við leguna, sem þannig
veldur því að legið verður enn
lengur að komast í réttar skorð-
ur.
Allt öðru máli gegnir, ef
sængurkonan er á ferli. Blóðrás-
in er þá eðlileg, vöðvarnir eru í
notkun og fá ekki tíma til að
rýrna. Legið dregst fljótar sam-
an og kemst fyrr í réttar skorð-
ur. Hreinsunin verður gagngerð-
ari og gengur miklu fljótar fyr-
ir sig, og er það þýðingarmikið
atriði, því að annars er hætta á
að úrgangsefni safnist fyrir í
leginu og tefji fyrir samdrætti
þess. Einnig geta þau valdið
ígerð.
Þvaglát og hægðir eru líka.
eðlilegri hjá þeim sængurkon-
um, sem eru á ferli. Margar
konur eiga erfitt um þvaglát
fyrstu dagana eftir fæðinguna.
Rúmlega eykur á þessa erfið-
leika.
Sú almenna trú, að sængur-
konur þurfi langa hvíld til að ná.
sér eftir fæðinguna, á sér enga
stoð í veruleikanum. Það er satt,
að fæðingin er mikil áreynsla
fyrir konuna, en góð sólarhrings
hvíld er nægileg, ef fæðingin
hefir verið eðlileg.
Sængurkonur, sem fara
snemma á fætur, fara líka
snemma að borða allan mat. Áð-
ur fyrr voru sængurkonur svelt-
ar í einn eða tvo sólarhringa.
Svo fengu þær fljótandi fæðu
og síðan takmarkaðan skammt
af maukkost. Þar eð fæstar
konur neyta nokkurs meðan á
fæðingunni stendur, getur föstu-
tími þeirra þannig orðið allt að'