Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 104
102
ÚRVAL
skyni að verða gervifrjóvgaðar
mæður.
Undirtektir annara þjóða
voru misjafnar. Rússneska blað-
ið Pravda benti á, að nú væri
kominn tími til fyrir Bandarík-
in að bæta fyrir heimsógæfuna,
sem hlauzt við Mississippi-
sprenginguna, en til þessa hefðu
Bandaríkin ekki rætt beinlínis
við Sovétstjórnina um málið.
Orðið ,,beinlínis“ var mjög þýð-
ingarmikið. Það var rætt um það
í þinginu. Höfðu einhverjir hátt-
settir menn innan stjórnarinnar
tekið upp leynisamninga um að
láta kommúnista njóta góðs af
Hómer Adam?
Englendingar kváðust vera
vissir um, að Bandaríkin myndu
verða þeim hliðholl um gervi-
fr jóvgun, og myndu Englending-
ar í þess stað skýra Banda-
ríkjunum frá uppfinningum sín-
um á þessu sviði. Brezka stjórn-
in taldi sig mæla fyrir munn
heimsveldisins, en nefndi ekki
írland á nafn.
Frönsku blöðin bentu á fram-
lag Frakka til menningar og
lista, og töldu nauðsynlegt, að
frönsk menning héldi áfram að
blómgast.
Margir gó.ðir Þjóðverjar töl-
uðu um þá blessun, sem snilli-
gáfa þeirra á iðnaðarsviðinu
gæti fært mannkyninu.
Japönsku blöðin ræddu um
hinn hefðbundna íþróttaanda
Ameríkumanna, og bentu á, að
„baseball“ væri leikinn í báðum
löndunum.
Það var skömmu síðar, að ég
var ráðinn til að aðstoða við
framkvæmd Endurfrjóvgunar-
áætlunarinnar og fór ég til
Washington þegar í stað.
Klutz skrifstofustjóri tók á,
móti mér og fylgdi mér til skrif-
stofu þeirrar, er mér var ætluð.
Ég bað um að fá að hitta Adam.
í dagstofu einni í Shoreham,
þar sem hertoginn af Windsor,
indverskir furstar og önnur
stórmenni bjuggu venjulega er
þeir voru gestkomandi í borg-
inni, sá ég rauðan hárlubba
gægjast upp fyrir stólbak. Það
var Adam. Hann var í hálfgerðu
móki, augun voru starandi og
munnurinn gapti. Þegar hann sá
mig, staulaðist hann á fætur og
heilsaði mér innilega. „Gleður
mig að sjá mannsandlit," sagði
hann.
Ég bað hann að vera hug-
hraustan, allt færi að lagast.
Hann sagði mér síðan, hvað
gerzt hafði. „Þeir fara með mig