Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 78
76
tTRVAL
skurð í kringum húsið, en skilja
eftir aðeins mjóa braut frá
þorpinu. Konurnar suðu vatn í
stórum kötlum, og börnin lögðu
þurr pálmablöð í skurðinn.
Sumir hinna innfæddu fóru í há
gúmmístígvél, en aðrir vöfðu
dulum um fætur sér. Því næst
biðum við milli vonar og ótta
eftir óvininum.
Fredricko fór í könnunarferð
niður í þorpið. „Þeir eru að
koma!“ hrópaði hann. „Verið
viðbúin!"
Hin svarta fylking marséraði
upp hæðina, eftir brautinni
heim að húsinu. Þar skipti her-
inn sér í margar smærri fylk-
ingar; maurarnir brunuðu upp
veggina og upp í rjáfrið, drápu
öll skordýr og létu þau detta á
gólfið. Sofandi leðurblökur
vöknuðu aðeins til að deyja.
Varalið beið niðri og hirti valinn
jafnóðum og hann féll niður, og
bar hann út í garðinn þar sem
hann var étinn. Aðrar hersveitir
leituðu að músum í skemmunni,
kakalökkum í bókaskápnum og
rottum í sprungum í gólfinu.
Þegar síðasti maurinn var
kominn yfir skurðinn, grófum
við í skyndi það sem eftir var
og lokuðu hringnum og þar með
einu undanhaldsleið hersins. 1
sex klukkustundir biðum við
eftir því að víkingarnir lykju
ránum sínum. Að lokum kornu
þeir. Við helltum í skyndi olíu á
pálmablöðin í skurðinum, og
bræddum kerti í sjóðandi vatn-
inu. Fredricko kveikti í blöðun-
um í skurðinum, en aðrir gripu
skóflur og mokuðu maurunum
upp í vatnsfötur með bráðnu
vaxi fljótandi ofan á sjóðandi
vatni, jafnóðum og þeir komu
út úr húsinu. Þannig eyddum
við hverri hersveitinni á fætur
annarri. Það brast flótti í liðið,
og það dreifðist í allar áttir.
Þúsundir maura komust að
skurðinum og þar var þeim
mokað ofan í eldinn.
Á tæpum hálftíma höfðum við
gereytt öllu, sem sjáanlegt var
af hernum, en hundruð maura
höfðu sloppið inn í húsið aftur.
Við biðum, því að við vissum, að
sulturinn mundi brátt reka þá
út aftur.
Það var orðið áliðið dags, þeg-
ar maurarnir fóru að tínast út
úr fylgsnum sínum, einn og
einn. Við horfðum með athygli
á, þegar þrestirnir steyptu sér
til jarðar og tíndu þá upp einn
á fætur öðrum.
Plágan var liðin hjá. Friður
ríkti enn á ný í þorpinu.