Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 19
TRÚR TIL DAUÐANS
17
— Spilaðu ástarvalsinn! hróp-
aði einhver.
— Já, valsinn þinn! hrópuðu
allir og klöppuðu saman lófun-
um. Og steinhöggvarinn byrjaði
að spila aftur, lagði hökuna var-
lega á fiðluna og vaggaði sér
með lokuð augun eins og hann
seiddi fram í draumi hina ang-
urblíðu tóna. Húsbóndinn dans-
aði við ungu konuna sína, mat-
móður okkar; hún hvíldi höfuð-
ið við öxl hans, og lyfti með því
þungri byrði af barnshjarta
mínu — hún elskaði hann enn!
Og f jósadrengurinn dansaði við
Karólínu, kærustuna sína! Nú
var allt eins og það átti að vera,
enda var þetta ástarvalsinn.
Hvað þau liðu létt yfir gólfið,
þessi f jögur -— já, öll! Stúlkurn-
ar lokuðu augunum í sælli vímu
og karlmennirnir stöppuðu svo
að undir tók í hlöðugólfinu.
Ég svaf ekki mikið þessa
nótt, og daginn eftir sat ég úti
í haga í skjóli við þyrnigerðið.
Það rigndi látlaust allan daginn
og kýrnar héldu sig á næstu
grösum, eins og þær vildu leita
skjóls hjá mér. Þær skutu höm
í veðrið og jórtruðu þunglyndis-
lega, en regnið rann í straum-
um niður eftir síðunum á þeim.
Ég var með gamla ökutreyju
af húsbóndanum yfir höfðinu.
Það draup úr þyrnigerðinu, en
ég sat í skjóli og dvaldi í draum-
heimum allan daginn. Und-
an hálfopnum augnalokunum
horfði ég á kýrnar, en í kollin-
um á mér var allt á ferð og
flugi eins og í hringekju: dans-
inn í hlöðunni og hinn dillandi
vals. Hann var ekki aðeins í
kollinum — hann þaut í blóðinu,
tók undir við hjartaslögin, sem
heyrðust þung og tíð, samein-
aðist stappi karlmannanna og
ástleitnum ópum stúlknanna og
þyrlaðist í lýsandi gufuskýinu
umhverfis ljóskerið. Hann tók
að lokum fyrir kverkar mér,
svo að ég varð að æpa upp yfir
mig — eins og undir dansinum
um nóttina, þegar sterkar hend-
ur drógu mig undan bekknum,
þar sem ég lá í yfirliði, og báru
mig í rúmið.
Það lá líka við að ég hrópaði
upp yfir mig núna. Ég hrökk
upp með andfælum, rétt í því að
húsbóndinn hætti að leita og
lokaði fyrir tækið — lengur
hafði ferðin heim til strandar-
innar ekki varað. En ég var
rennsveittur og órólegur eins og
þá, í munninum á mér var bragð
eins og af volgu blóði. Nú mundi
ég það! Það var Andrés sænski,
3