Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 33
„ÞAÐ ERU EKKI TIL VOND BÖRN
31
hömlur sem lagðar eru á barnið
með því að gefa því, eins oft og
hægt er, tækifæri til að leika
lausum hala, svo að því verði
ljóst, að það er ekki sjálf lífs-
gleði þess sem bönnuð er.
Höfundarnir eru auðvitað
mótfallnir líkamlegri refsingu
Það er og verður í öllum tilfell-
um fráleitt að neita aflsmunar
gagnvart barninu, en við vitum
að jafnvel frjálslyndum foreldr-
um verður stundum á að gera
,,það sem ekki stendur í bók-
inni“! Þegar svo ber undir fær
barnið sjálfsagt meiri virðingu
fyrir foreldrum sínum, ef þau
eftir á segja við barnið eitthvað
á þessa leið: Mér þykir leiðin-
legt að ég skyldi slá þig, en mér
gramdist við þig.
Verra en líkamleg refsing (ef
henni er aðeins beitt sjaldan) er
þó hin siðferðilega kúgun — það
sem höfundarnir kalla hið milda
ofbeldi: foreldrarnir sem tala
um það hve hryggir þeir séu yfir
því að barnið skuli vera svona
vanþakklátt, og hve sárt pabba
eða mömmu taki að þurfa að
grípa til refsingar. Slík fram-
koma af hálfu foreldranna eyk-
ur einmitt mjög á sektar- og
vanmetakennd barnsins: Óskap-
lega hlýt ég að vera vondur úr
því að pabbi og mamma þurfa
að refsa mér, þó að þeim taki
það svo sárt.
Það er miklu betra að játa
sjálfur ef maður hefir reiðst eða
sýnt óréttlæti. Maður á ekki að
innprenta barninu að fullorðna
fólkið hafi alltaf rétt fyrir sér,
af því að það er fullorðið. Og
með því að beita siðferðilegum
þvingunum er hætta á að barnið
finni til auðvirðileika, af því að
það sé ekki verðugt ástar for-
eldranna.
Svissneski sálfræðingurinn
Meng segir frá dreng, sem hafði
gert sig sekan um nokkrar smá-
yfirsjónir í skólanum. Þegar
kennarinn hótaði að segja föð-
ur hans frá því, hrópaði hann.
,,Ó, berðu mig heldur, þá verður
allt gott á eftir. En pabbi talar
ekki við mig í marga daga,
stundum ekki í heila viku á eftir.
Og þegar hann er voðareiður
við mig, þá má mamma ekki
heldur tala við mig, og það er
verst af öllu. Ef ég má ekki tala
við neinn, þá linast ég allur
upp!
Þessa uppeldisaðferð taldi
faðirinn sjálfur ,,frjálslynda“.
Hann gerði sér ekki ljóst, að
með því að vekja sektarkennd
hjá barninu, skapaði hann þörf