Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 17
TRÚR TIL DAUÐANS
15
ólán föðurins með þeim mun
ríkari náðargáfum hjá börnun-
um. Tónlistargáfan brauzt fram
hjá þeim eftir alls konar króka-
leiðum, en faðirinn þekkti hana
í öllum dulargerfum og beitti
vendinummiskunnarlaust. Janus
litli hafði bjargað flautu úr
eyðileggingunni; hann faldi
hana úti í haga, og tók hana
aðeins upp, þegar hann var viss
um, að hann væri einn. Hann
hafði grafið sér holu undir hóln-
um og faldi sig þar, þegar hann
spilaði — til að vera öruggur.
En einu sinni kom samt faðir
hans að honum óvörum. Hann
tróð flautuna undir tréskóm
sínum og mölbraut hana og
barði drenginn næstum til ó-
bóta í bræði sinni.
Hann lagðist í óreglu og
smám saman varð hann hreinn
heimilisdjöfull. Synirnir fóru að
heiman undir eins og þeir gátu.
Og þegar þeir losnuðu undan
okinu, urðu þeir sjálfum sér lík-
ir og fóru að spila aftur, en það
varð til þess, að þeir þorðu
aldrei að láta sjá sig heima.
Þeir gerðust steinhöggvarar og
landbúnaðarverkamenn. Undir
eins og sá yngsti þeirra, Janus,
var orðinn fullorðinn, mynduðu
þeir hljómsveit með honum sem
stjórnanda. Orðstír þeirra barst
víða og þeir urðu að fara allt til
suðurstrandarinnar til að spila
á miklum samkomum. Þar sá ég
þá sem barn. Þeir fóru alltaf
fótgangandi hina þrjátíu til
fjörutíu km. löngu leið, og það
var mikil hátíð fyrir einmana
smaladreng, þegar sólskinið tók
að hljóma og varð að lúðrasöng,
er bræðurnir átta komu gang-
andi eftir þjóðveginum og létu
lög sín hlæja mót heiðum himni.
Einn morgun fundu menn
Bohn gamla örenaan í grasinu
fyrir utan stofugluggann á stór-
um bóndabæ, þar sem bræðurn-
ir höfðu spilað í veizlu um nótt-
ina. Hann hafði laumast þangað
til að hlusta á þá. Sumir héldu
að hann hefði fengið slag af
vonzku, aðrir fullyrtu, að hann
hefði orðið svo hrærður, að
hann dó.
Ég var búinn að gleyma öllu
þessu. Það lá eins og jarðlag
einhvers staðar djúpt í mér,
undir svo rnörgu öðru, sem til-
veran hafði hlaðið ofan á það.
Sunnudag nokkurn í fyrra-
vetur var ég í heimsókn hjá
landa, sem er kvæntur og bú-
settur í Sviss. Við höfðurn snætt
miðdegisverð, góða, danska