Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 53
Hollenzkur málari hefnir sín á gagn-
rýnendum með stórkostlegri —
Listaverkafölsun.
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
eftir Irv’ing Wallace.
QEINT í maí 1945, skömmu
^ eftir að hið dýrmæta safn
listaverka, er Göring hafði
rænt víða um Evrópu, fannst
í neðanjarðarbyrgjum, kom
nefnd sérfræðinga á vettvang til
að aðgreina þýfið. Þarna voru
1200 málverk frá öllum helztu
listasöfnum Evrópu, öll hvert
öðru meiri listaverk. Meðal
þeirra var olíumálverk, „Krist-
ur og bersynduga konan,“ með
nafni Jan Vermeer, hollenzks
málara frá seytjándu öld. Eng-
um sérfræðinganna kom annað
til hugar en að þetta væri eitt
af listaverkum hins hollenzka
meistara. Sízt af öllu grunaði
þá, að með dómum sínum og
athugunum yrðu þeir til að
koma upp um eitthvert mesta
hneyksli, sem orðið hefur í
listasögu síðari tíma.
1 hópi sérfræðinganna var
hollenzkur listfræðingur. Við
að blaða í skjölum Görings,
komst hann að raun um, að mál-
verki Jan Vermeers hafði ekki
verið stolið, heldur hafði ein-
hver í Amsterdam selt lista-
verkasafnara Görings, Walther
Hofer, það árið 1943, fyrir um
4 000 000 króna.
1 augum Hollendings voru það
blygðunarlaus landráð að selja
óvinum landsins málverk eftir
Vermeer. Jan Vermeer er þjóð-
hetja eins og Rembrandt. Fjöldi
gatna í Hollandi ber nafn hans,
og eftirlíkingar af verkum hans
finnast jafnvel á fátækustu
heimilum.
Listfræðingurinn flýtti sér
til Hollands með' málverkið.
Maðurinn, sem hafði selt það
umboðsmanni Görings, var
flúinn, en það upplýstist, að
hann hafði fengið málverkið
hjá listaverkasala, er hafði haft
það í umboðssölu fyrir mann að
nafni Reinstra. Reinstra sagð-
ist hafa fengið það hjá Hans
van Meegeren, listamanni í
Amsterdam.
7*