Úrval - 01.06.1947, Blaðsíða 92
ADAM
IC'G tel það skyldu mínað að
■^segja alla söguna eins og hún
gekk til, í fyrsta lagi af því, að
ég kom henni á framfæri, og í
öðru lagi sökum þess, að ég var
einn af söguhetjunum og komst
í kynni við Adam. Ég heiti
Stephen Decatur Smith, og var
blaðamaður í New York, allt til
þess er ég flæktist í þessa furðu-
legu viðburði. Þótt undarlegt
megi virðast er ég ennþá giftur
maður.
Eitt kvöld var ég á heimleið úr
fréttaöflunarleiðangri. Það var
hendingskast á mér, og í Átt-
undu götu var ég nærri búinn
að rekast á geysiholduga konu,
sem kom á móti mér, en ég fékk
þó brugðið mér til hliðar. En
ég tognaði í öðru hnénu, enda
hafði ég verið vangæfur í því áð-
ur. Ef þessi holduga kona hefði
ekki komið í fasið á mér þarna,
er trúlegt, að liðið hefði vik-
ur eða mánuðir, þar til almenn-
ingur hefði komizt að raun um
hvað skeð hafði.
Heilsuverndarstöðin er þarna
skammt frá, og ég haltraði
þangað með erfiðismunum.
Thompson læknir tók til við
hnéð, og innan stundar var ég
orðinn sæmilega góður.
„Við skulum koma niður til
Shors og fá okkur glas,“ sagði
ég.
„Má ekki vera aðþví,“svaraði
Thompson. „Ég er að glíma við
dularfullt fyrirbrigði. Sjúkra-
hússnefndin hélt fund í dag og
ræddi það. Ég á að hafa upp á
orsökunum.“
„Hvaða dularfulla fyrirbrigði
er það?,“ spurði ég.
Thompson hikaði andartak,
en sagði síðan: „Ég skal skýra
þér frá því í fáum orðum, en þú
mátt ekki birta það — ekki enn-
þá. Það hefir ekki verið pantað
neitt pláss á fæðingardeildinni.“
„Engar pantanir? Það er ein-
kennilegt.“
„Mjög einkennilegt. Sjúkra-
húsin hafa aldrei verið eins full-
skipuð og nú undanfarin ár, og
fæðingarfjölgunin hefir verið
afskapleg. Fólk hefir orðið að