Úrval - 01.06.1952, Page 5
„ÓÁRAN 1 MBNNINGUNNI“
3
innar frá mannlegu sjónarmiði
sé tvíþætt: annarsvegar að
vernda okkur fyrir náttúruöfl-
unum og hinsvegar að stjórna
samskiptum mannanna. Önnur
menningarleg gæði svo sem
heilsuvernd, skipulag og fegurð,
geta þá fyrst komið að fullu
gagni þegar þessum tveim meg-
inkröfum er fullnægt.
Ef við lítum á samfélag okk-
ar frá þessu sjónarmiði, sjáum
við að hér í Svíþjóð stendur okk-
ur ekki lengur neinn verulegur
stuggur af náttúruöflunum. Við
höfum lært að notfæra okkur
þau í mjög ríkum mæli. Við þurf-
um að mjög litlu leyti að heyja
baráttu við náttúruna til þess
að afla okkur nauðþurfta. Með
ýmiskonar tæknilegum hjálpar-
tækjum hefur okkur tekizt að
létta af okkur að mestu leyti
margskonar erfiði, sem áður tók
mest af tíma og orku mannanna,
og gera okkur þannig lífið þægi-
legt. Iðnaðurinn hefur á síðustu
áratugum að mestu flutzt frá
heimilunum til verksmiðjanna,
þar sem flestir verkamennirnir
vinna auðveld en fábreytileg
vanastörf. Með tilstyrk blaða
og útvarps og vonbráðar sjón-
varps höfum við flutt allan
heiminn inn í stofu til okkar.
Og með félagsmálalöggjöf okk-
ar höfum við að meztu bægt
frá óttanum við skort. Enginn
þarf að svelta hér á landi, ef
hann notfærir sér þau tækifæri
sem honum standa til boða. Við
getum með fullum rétti verið
stolt af þessum þætti í menning-
arstarfi okkar.
En hvað líður hinum þættin-
um, stjórninni á samskiptum
mannanna? Einnig á því sviði
er ýmislegt sem við getum bent
á með stolti. Erlendis nýtur Sví-
þjóð álits sem fyrirmyndar land
á því sviði. I Ameríku er sú
skoðun útbreidd að við séum
komnir svo langt, að andleg van-
líðan og taugaveiklun séu að
mestu úr sögunni. Þetta kann
að virðast barnaleg skoðun, í
hæsta máta amerísk, mætti
kannski segja. Og þó er hún
byggð á sama misskilningnum
sem okkur hættir öllum til að
gera okkur sek um, sem sé þeim
að það sé beint samband á milli
félagslegrar velgengni og mann-
legrar vellíðunar. Svíar hafa á
síðustu árum gert meira átak
en nokkur önnur þjóð til þess að
sameina almenna velferð því
því sem við köllum vestrænt
lýðræðislegt frelsi. Við höfum
komizt hjá styrjöldum og mikl-
um pólitískum umbrotum minni-
hlutavandamál eigum við næst-
um engin við að glíma og skoð-
anir okkar eru því merkilega
samhljóma. Við höfum getað
byggt upp menningu okkar og
samfélag í ró og næði, nánast
eins og ein fjölskylda að svO'
mildu leyti sem það er unnt..
Það er því eðlilegt að við höf-
um betri skilyrði en aðrir til að
kynnast þeim meinsemdum sem
vestræn menning kann að bera.
í sér og koma því hetur í