Úrval - 01.06.1952, Side 6

Úrval - 01.06.1952, Side 6
4 ÚRVAL liós sem hún kemst á hærra stig. Ef við viljum leita þessara meinsemda í einhverjum sér- stökum þætti menningarinnar, þá mun vænlegast að athuga samskipti mannanna. Margt hef- ur haft áhrif til gerbreyt- inga á því sviði síðustu ára- tugina. Sem mikilvægt dæmi skulum við nefna hina öru fólks- f jölgun. Svíum hefur f jölgað um 40% á síðustu 50 árum. Sam- fara því gætir vaxandi tilhneig- ingar hjá fólki til að safnast í þéttbýli, einkum í stórborgir. Hið margbrotna skipulag borg- arlífsins knýr á um þá nauðsyn að samskipti borgaranna verði sem árekstraminnst. Allt þetta nábýlisfólk hefur á hendi störf í einhverri mynd, og náttúrleg afleiðing þess verður að miklu meira gerist nú en áður. Það sem gerist berst jafnharðan til allra með fréttatækjum nútím- ans, svo sem blöðum, útvarpi og kvikmyndum, svo að nokkur þau helztu séu nefnd. Allt þetta stuðlar að nánari snertingu manna í milli. En sú snerting er takmörkuð og erfitt að skil- greina hana í fáum orðum. Kannski mætti kalla hana yfir- borðslega. Að minnsta kosti full- nægir hún okkur ekki og gerir okkur jafnvel gramt í geði. Öll höfum við kynnzt þessari gremju í einhverri mynd. Hún er svo almenn, að í haust töld- um við hér í Stokkhólmi nauð- syn bera til að hefja baráttu gegn því sem við kölluðum as- ann á fólkinu. Allir virtust sam- mála um, að asinn og óðagotið væri óhóflegt og ylli andlegri óáran í mannfólkinu. Sennilegra er þó að þessu sé alveg öfugt farið, óáranin sé orsök og as- inn afleiðing. Það er skoðun mín, að vegna hinnar stórauknu yfir- borðslegu snertingar manna í milli sæki á okkur svo margvís- leg áhrif, að við ráðum ekki við þau. Við getum ekki unnið úr þeim á virkan hátt eins og hent- ar hverjum einstakling. Við verðum ofhlaðin og komumst brátt í það ástand að við hætt- um að gera tilraun til að melta áhrifin og látum þau streyma inn ómelt. Nú höfum við frá öðrum svið- um reynslu af því að ef maður verður fyrir alltof sterkum á- hrifum, þá bregzt hann stundum við með ofsalegri og tilgangs- lausri vöðvastarfsemi. Sumir hafa kannski séð barn, sem ó- vænt heyrir skip flauta, kasta sér niður og sprikla með öllum öngum. Ég hygg að gild ástæða sé til að ætla að asinn sé væg tegund samskonar viðbragðs- hreyfinga. Hann er jafnhugsun- arlaus, jafntilgangsalus og jafn- óviðráðanlegur og viðbrögð barnsins við flautinu. Hann er sjálfsagt ekki tilkominn af því að við höfum fleiri og mikilvæg- ari störfum að sinna en áður, þó að mörgum finnist það og vilji skýra hann þannig. Sennilega er orsakanna frekar að leita í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.