Úrval - 01.06.1952, Page 16
Ameríska vikublaðið Coliiers helgaði
eitt hefti sitt allt „þriðju lieims-
styrjöidinni“, undir kjörorðinu:
„Styrjöldin sem vér óskum ekki eftir”.
Grein úr „Mandens Blad“,
eftir „Amos“.
Aritstjórnarskrifstofum ame-
ríska vikublaðsins Colliers,
þar sem venjulega er fjallað um
algengar vikublaðsbókmenntir
— ástarsögur, skinvísindalegar
greinar, íþróttir, innan- og utan-
ríkismál og skopteikningar —
var í níu mánuði unnið af jafn-
strangri leynd og í herráði sem
undirbýr atómstríð. Og það var
vissulega eins og atómsprengju
væri varpað í blaðaheiminn þeg-
ar Colliers kom út 27. október
1951, og lyfti tjaldinu frá einka-
heimsstyrjöld sinni — 3. heims-
styrjöldinni — „fyrirframlýsing
á styrjöldinni sem vér óskum
ekki eftir.“ Blaðið kom út í
3.900.000 eintökum — hálfri
miljón meira en venjulega —
og ritlaunin fyrir þetta eina blað
urðu 650.000 krónum meiri en
venjulega. Björtustu stjörnurn-
ar á blaðahimni Bandaríkjanna
létu Ijós sitt skína á hinum 130
síðum blaðsins. Þeir lýstu hin-
um ýmsu þáttum framtíðar-
styrjaldarinnar milli Bandaríkj-
anna (í gervi Sameinuðu þjóð-
anna) og Sovétríkjanna (sem
blaðið segir að ekki megi rugla
saman við rússnesku þjóðina).
Eins og vænta mátti varð allt
í uppnámi við útkomu blaðsins.
Ritstjórarnir voru, í krafti hinn-
ar nýfengnu spádómsgáfu sinn-
ar, flognir úr hreiðrinu þegar
síminn tók að hamast og bréfin
að streyma að í þúsundatali.
Klukkustund eftir að blaðið kom
út var það ófáanlegt nema á
svörtum markaði fyrir marg-
falt verð. I Frakklandi eyddi
blaðið France Dimanche forsíð-
unni til umsagnar um blaðið og
fékk meðlimi úr franska herfor-
ingjaráðinu til að segja álit sitt
á hinum herfræðilegu atriðum.
Ritstjórar Colliers telja, í lít-
illæti sínu, að þetta sé áhrifa-
mesta tímaritshefti sem nokkru
sinni hefur komið út, og álíta
ekki ósennilegt að það muni hafa
áhrif á gang sögunnar. Þeir
leggja áherzlu á, að tilgangur-
inn með þessu sérhefti, sem
raunar tvöfaldaði auglýsinga-
sölu Colliers, sé: 1) að vara hin
illu öfl í Rússlandi við því, að
hin glæpsamlegu áform þeirra