Úrval - 01.06.1952, Page 17

Úrval - 01.06.1952, Page 17
„STYRJÖLDIN S'EM VÉR OSKUM EKKI EFTIR“ 15 King'sley Martin skrifar í „New Statesman and Nation“ um grein Colliers: .... Colliers leggur áherzlu á, að styrjöldin sé ekki háð gegn rúss- nesku þjóðinni, heldur harðstjórun- um sem hafa völdin í Sovétríkjun- um. Styrjöldinni lýkur með amer- ískum sigri, sem veitir tugum mil- jóna pólitískra fanga frelsi og skap- ar þannig skilyrði til þess að rúss- neska þjóðin og þjóðir vesturlanda geti í sameiningu komið á „varan- legum friði ■— nýju blómaskeiði mannkynsins", eins og Walter Win- chell segir í grein sinni. Það er sú ályktun, að í þetta skipti muni heimsstyrjöld raunveru- lega binda endi á allar styrjaldir, samfara viðleitninni til að leyna veruleikanum um stríðið, sem gerir þennan kaupmennskuáróður svo ó- geðfelldan. Enginn skynsamur mað- ur trúir því að svona muni fara, eða getur mælt bót þeim áróðri sem segir amerísku þjóðinni að, ef frá eru taldar óheppilegar loftárásir á nokkrar stórborgir landsins, muni fátt gerast í stríðinu annað en að ameríkumenn eyðileggi Kreml, þurrki út kommúnismann og komi í einni svipan á fót sæluríki í Rúss- landi, þar sem hinar hungruðu milj- ónir úr rússneskum fangabúðum muni samstundis mynda stjórnmála- flokka, breyta Sovétríkjunum í nú- tíma lýðræðisríki og stofna leikfélög sem sýna ný, áhrifamikil leikrit! Sá möguleiki, að afleiðing styrjald- arinnar verði alheimsringulreið eða alheims-kommúnismi, sem er eins líklegt, er ekki einu sinni nefndur á nafn. Svo virðist sem heimurinn standi í stað meðan þessi merkilega styrj- öld geisar. Strax og henni er lokið snýr Ameríka sér að uppbyggingu Rússlands. Ekkert er minnzt á end- urbyggingu London eða Parísar, sem einn greinarhöfundur gefur í skyn að hafa verið lagðar í eyði. Við fáum ekkert að vita um Kína með sínar 500 miljónir, sem vænt- anlega hafa verið frelsaðar undan kommúnismanum. Ekkert er minnzt á kynþáttaóeirðir í Afríku eða bylt- ingarnar, sem styrjöldin mun vafa- laust hleypa af stað i öllum heims- álfum. Þetta ævintýri Colliers hlýtur að styrkja rússa í þeirri trú að amer- ikumenn ætli að hefja styrjöld. Vestrænum lesendum er gefið í skyn, að styrjöld sé óumflýjanleg, að hún kunni að valda Bandaríkjun- um nokkru manntjóni, en ekki miklu þjóðarböli, að hún muni á einhvern undursamlegan háttþurrka út kommúnismann, en í staðinn komi nýr heimur lýðræðis. I stuttu máli: Það er gefið í skyn að nokkr- ir vondir kommúnistar muni af ráðnum hug hleypa af stað styrjöld- inni og að útrýming þeirra muni boða upphafið að þúsundáraríkinu. Getur verið að unnið sé með ráðn- um hug að því að vekja í brjóst- um amerísku þjóðarinnar þá tálvon, (barnaleg og eðlileg eins og hún var 1914), að þessi styrjöld muni loks binda endi á allar styrjaldir, og að með hernaðarlegum sigri megi koma á varanlegum friði og efla góðvild þjóða i milli? Er enn til fólk sem trúir því að til þess að að sigra kommúnismann þurfi ekki annað en sprengja Kreml í loft upp ? Hafa menn ekki enn lært, að styrj- aldir, kapítalismi og kommúnismi eiga rætur sínar djúpt í samfélag- inu og mannlegu eðli ? Hið sanna er að við vitum þetta öll, og að þegar við gefum okkur tíma til að hugsa þarf ekki að segja okkur, að ,,það er ekki hægt að draga út kvaðrat- rótina af mínus einum,“ eins og H. G. Wells komst einu sinni að orði. En það er ekki ætlast til þess að menn gefi sér tíma til að hugsa við lestur þessa heftis af Coll- iers.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.