Úrval - 01.06.1952, Side 19
„STYRJÖLDIN SEM VÉR ÖSKUM EKKI EFTIR’
17
áeggjan forustumanna hins nýja
alþýðulýðveldis í Júgóslavíu.
En Tito berst hraustlega og
veitir fljótlega betur. Hinn
frjálsi heimur fylgist af hrifn-
ingu með hetjulegri baráttu
Júgóslava. Truman forseti send-
ir Stalin úrslitakosti: „Ef þér
óskið raunverulega friðar, þá er
tækifærið núna — eða aldrei.
Hinum siðmenntaða heimi er
ljóst hver stendur á bak við
þetta og hver getur komið á
friði aftur.“ Stalin svarar, að
hér sé um innanlandsmál að
ræða, en tveim sólarhringum
seinna fara 15 rússnesk herfylki
yfir landamærin hinum skipu-
lagslausu herjum leppríkjanna
til hjálpar. Rússneski flugherinn
veitir þeim stuðning og gerir
kerfisbundnar loftárásir á borg-
ir Júgóslavíu. Átta stundum síð-
ar aka fyrstu skriðdrekarnir
inn í Belgrad. Her Titos hörfar
til fjalla og tekur upp skæru-
hernað eins og í síðustu heims-
styrjöld.
Hinn 14. maí lýsa Atlantshafs-
ríkin yfir stuðningi sínum við
Júgóslavíu. Grikkland hefur
þegar ráðist á Albaníu — Tyrk-
land og ísrael slást í hópinn.
Ári seinna kemur Spánn til liðs
við Vesturveldin.
í Ameríku eru fyrstu viðbrögð
fólksins léttir yfir því að hið
langa aðgerðarleysistímabil
óbærilegrar taugaþenslu er af-
staðið. Almenningur segir:
„Ljúkum þessu sem fyrst!
Köstum atómsprengjunni til
þess að við fáum forhlaup."
Þetta er í sannleika óamerísk
afstaða! segir Sherwood
hneykslaður. En nú er margra
ára vopnuðum friði lokið. Hann
hefði getað haldizt — ,,en sag-
an sýnir okkur, að sú von hef-
ur aldrei rætzt.“
Bandaríkin byrja staðbundn-
ar kjarnorkusprengjuárásir á
rússnesk iðnaðarsvæði, olíu-
svæði, flugvelli og flotastöðvar.
Eyðileggingarmáttur atóm-
sprengjanna er meiri en „jafn-
vel hinn hugmyndaríkasti skáld-
sagnahöfundur getur látið sig
dreyma um“, en þeim er ekki
beint gegn rússnesku þjóðinni,
heldur hinu pólitíska forustuliði
hennar. Sameinuðu þjóðirnar
bíða mikið tjón í þessum loft-
árásum, og þó að flugfloti þeirra
sé betri, er hann fáliðaðri, hef-
ur aðeins 3 flugvélar móti hverj-
um 5 rússneskum. í Kóreu end-
urtekur sig sagan frá Dun-
kerque: her Sþ verður að hörfa
til Japan.
Hálf miljón rússneskra her-
manna sækir fram yfir Norð-
ur-Þýzkaland. það er ekki leift-
ursókn eins og hjá Hitler, her-
inn sækir fram á breiðri víglínu
með breiðum og öruggum sam-
gönguleiðum að baki víglínunn-
ar — í vitund þess að allsstaðar
vestan rússnesku landamæranna
búa hatursfullir óvinir. Sókn
þessi er studd minniháttar
sóknum gegnum Suðurþýzka-
land og Balkanríkin til frönsku