Úrval - 01.06.1952, Síða 22
20
ÚRVAL
um í eftirvæntingu. Loftvarnar-
kúlur byrjuðu að þjóta kringum
okkur. Við flugum beint af aug-
um — í 12 km hæð. Leitarljósin
klufu myrkrið kringum okkur.
Svo varð allt hljótt, skothríðin
hætti og við heyrðum ekki ann-
að en þytinn í hreyflunum.
„Sprengjunni hefur verið kast-
að,“ var sagt í útvarpinu. Flug-
maðurinn jók hraðann. Við
störðum allir niður gegnum ský-
in, og þá sá ég það — eins og
eldstólpa út úr risastórum
mótorlampa og umhverfis hann
gulur þokumökkur. Við urðum
einskis varir. Ég hef aldrei ver-
ið sjónarvottur að hernaðarað-
gerð, sem framkvæmd hefur ver-
ið jafnvísindalega og af jafn-
köldu blóði og þessi.
íbúar Moskvu höfðu ekki ver-
ið fluttir á brott. Við vitum nú,
að æðstu stjórnendur Sovétríkj-
anna fluttu til Úralhéraðanna
þegar í byrjun stríðsins. Borgar-
búar myndu hafa flúið, ef bryn-
vagnar lögreglunnar hefðu ekki
lokað öllum vegum út úr borg-
inni. Flestir þeirra fáu sem lifðu
af árásina, voru fangar úr neð-
anjarðarklefum Lubianka fang-
elsisins — fólk, sem aldrei hafði
vænzt þess að sjá dagsins ljós
framar.“
Nú tekur að gæta áhrifa af
áróðri Sþ. Vegna yfirburða í
lofti geta þær varpað 50 miljón-
um flugmiða á dag yfir Sovét-
ríkin og leppríki þeirra. Á flug-
miðunum er einkum lögð áherzla
á staðreyndir um gang stríðsins,
sem stöðugt verða Sþ hagstæð-
ari. Þúsundir sendimanna lenda
í fallhlífum í leppríkjunum til
að stjórna skemmdarverkum og
áróðursstarfsemi. Flestir þeirra
eru pólitískir flóttamenn, sem
hverfa nú aftur til heimalands
síns. Tíu þúsund manna fallhlíf-
arlið er sent til árásar á atóm-
sprengjubirgðir Sovétríkjanna í
Úral. Þetta fífldjarfa herbragð
hefur geysivíðtækar hernaðar-
legar og sálrænar afleiðingar í
för með sér. Ellefu mínútum eft-
ir að atómsprengja hefur sópað
burt varðliðinu umhverfis
birgðastöðina lendir fallhlífalið,
sem nær á vald sitt flugvellin-
um, og þar lenda síðan stórar
flutningaflugvélar með öll nauð-
synleg hergögn, stór og smá.
Fréttaritarinn Lowell Thomas
lýsir árásinni:
„Leifarnar af 10.000 manna
fallhlífarliði, sem flogið var til
Úralf jallanna í morgun, berst nú
fyrir lífi sínu. Rauði herinn sæk-
ir að úr öllum áttum. Manntjón
okkar er hræðilegt . . .
Frá Tel Aviv flaug ég í vél-
inni, sem flutti verkfræðinga og
kjarnorkufræðinga, er áttu að
eyðileggja síðustu atómsprengj-
ur rússa, sem geymdar eru í
neðanjarðargöngum í f jöllunum.
Yfir Úralfjöllunum voru háðar
hatramar loftorustur. Þegar við
komum að leiðarenda, voru fall-
hlífarmenn enn að svífa til jarð-
ar. Atómsprengjan hafði fallið
15 mínútum áður, en Rauði her-
inn hafði þegar hafið gagnsókn