Úrval - 01.06.1952, Page 32

Úrval - 01.06.1952, Page 32
30 ÚRVAL við stúlkurnar mótast snemma. „Gefðu gaum að því hvernig drengurinn hagar sér gagnvart kvenfólkinu í kofa sínum og þá muntu vita hvernig hann verð- ur gagnvart dóttur þinni,“ seg- ir gamall Cheyenne málsháttur. Of kumpánleg framkoma hef- ur þótt ótilhlýðileg allt frá þeim tímum þegar indíánarnir bjuggu í skinnkofum, kannski sjö til tíu manns umhverfis einn vetrar- eld. Faðirinn hafði heiðurssætið innst, piltarnir og drengirnir til vinstri handar honum og konur og telpur til hægri handar, en gamla konan gætti dyranna og fylgdist með hverjir komu og fóru. I svona náinni sambúð voru strangar hegðunarreglur nauðsynlegar, ef ríkja átti regla og friður í inniverum hinna löngu vetrarmánaða. Indíánadrengurinn sér trúar- líf þjóðar sinnar allt í kringum sig frá fæðingu. Öldungarnir í fjölskyldu hans fórna sennilega enn fyrsta reyknum úr pípunni sinni og fyrsta bitanum af hverri máltíð himninum, jörðinni og vindunum fjórum, sem í sam- einingu eru hin Miklu Máttar- völd, er tengja mennina og nátt- úruna í bræðralag. I slíkri lífs- skoðun er ekki rúm fyrir hatur, jafnvel ekki í garð óvinar. Með- an indíánaættflokkar áttu í brösum út af vísundunum urðu herteknar konur stundum eigin- konur hinna sigursælu höfð- ingja og fóru seinna í heimsókn til ættflokks síns ásamt mönn- um sínum. Herteknir menn og drengir voru einnig stundum teknir í ættflokkinn. Indíánar hafa ekki varpað öll- um hinum gömlu trúarsiðum sínum fyrir borð þó að þeir hafi gerzt kristnir. Einn sunnu- dagsmorgun fór ég að sækja þvottavatn út í skógarlind. Þeg- ar ég laut niður til að ausa upp vatninu heyrði ég indíánasöng og skvamp í vatni fyrir neðan mig. Ungur Sioux indíáni kraup milli grágrænna pílviðarteinung- anna á bakkanum og var að þvo bláa skyrtu. Hann lyfti henni hátt til himins, lét hana svo síga til jarðar og rétti hana loks í allar f jórar höfuðáttirnar, eins og þegar hinum Miklu Máttarvöldum voru færðar mat- ar- eða reykfórnir. Ég læddist hljóðlega á brott og nokkrum stundum síðar sá ég unga mann- inn ríða framhjá í hreinni bláu skyrtunni. Hann lyfti hendinni í kveðjuskyni, það var hin æva-. borna vinarkveðja, lófi vinstri handar framréttur, þeirrar handar sem næst er hjartanu og aldrei hefur úthellt manns- blóði. Hann var á leið til messu hjá kristniboðunum — í skyrt- unni sem hann hafði að gömlum sið fórnað Máttarvöldum heims- ins. Meðal þessa fólks var enginn illur andi sem friða þurfti eða fara í kringum. Ef ekki fór að óskum var það ekki að kenna yfirnáttúrlegri reiði, heldur því að fólkið og foringjar þess voru
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.