Úrval - 01.06.1952, Page 53
MERKUSTU NÝJUNGAR 1 VlSINDUM 1951
51
Líffræði.
Vísindamenn hafa í mörg ár
leitað að skýringu á því hvernig
jurtirnar beizla orku sólarinnar
til að afla sér næringar. Sú
efnabreyting sem blaðgrænan
kemur til leiðar með aðstoð sól-
arljóssins er margbrotin og hef-
ur mönnum tekizt að finna ým-
is stig hennar. Þessari leit mið-
aði drjúgum áfram á árinu sem
leið.
Ný aðferð fannst til ræktunar
á þörungum, og eru allar líkur
til að með henni verði unnt að
framleiða úr þörungunum ódýra
mannafæðu og hráefni til iðnað-
ar.
Með því að bæta B12-vítamíni
og sýklaskæðum lyf jum eins og
aureomycin og terramycin í
fæði kjúklinga og grísa örvaði
það mjög vöxt þeirra1).
Það er alkunna að fræ eru
ótrúlega lífseig. Með geislamæl-
ingum, sem er ný aðferð til að
mæla aldur lífrænna efna, hef-
ur tekizt að sannprófa aldur
lótusfræja, sem fundust í Man-
sjúríu og látin voru spíra. Þau
reyndust 1000 ára gömul.
Eðlis- og efnafræði.
Norðmenn og hollendingar
reistu í sameiningu kjarnorku-
ver í nánd við Oslo.2)
Hagnýt aðferð fannst til að
1) Sjá „Lyf sem örva vöxt ali-
dýra" í 4. hefti 10. árg;.
2) Sjá „Nýtt kjarnorkuver í Nor-
egi" I 1. hefti þ. á.
vinna úraníum úr fosfórgrjóti
sem aukaefni við vinnslu á fos-
fórsýruáburði.
Hitastig heitasta loga, sem
framleiddur hefur verið á jörð-
inni — bruni flúors í vetni —
var mælt með því að bera ljós
hans saman við ljós sólarinnar.
Það reyndist 4430° á C.
Ný aðferð fannst til fram-
leiðslu á súperfosfatáburði þann-
ig að nota má að nokkru leyti
satlpéturssýru í stað brenni-
steinssýru, sem skortur er á í
heiminum.
Jarðfræði og veðurfræði.
Mikil úrkoma í miðvesturríkj-
um Bandaríkjanna olli geysi-
legum flóðum í Kansas og Mis-
souri, og varð tjónið af þeim
hið mesta sem orðið hefur af
flóðum í sögu Bandaríkjanna.
Mælingar á hita í um 50 km
hæð leiddu í ljós, að munur á
sumar- og vetrarhita þar er ekki
eins mikiíl og niður við jörðina,
gagnstætt því sem álitið hefur
verið hingað til.
Aldursmæling á geislavirku
kolefni (kolefni 14) sýndi, að
síðasta jökulbreiðan sem þakti
Norðurameríku, byrjaði að
bráðna fyrir aðeins 11000 árum.
Lifandi bakteríur fundust í
botnlagakjörnum, sem teknir
voru á rösklega 10 þúsund metra
dýpi í Kyrrahafi, þar sem þrýst-
ingurinn er rúm 1000 kg á hvern
fersentímetra.
Sextán hundruð metra hátt
f jall fannst í djúpum Kyrrahafs-