Úrval - 01.06.1952, Page 55
MERKUSTU NÝJUNGAR 1 VlSINDUM 1951
53
missioner of Patents, Washing-
ton 25, D.C.
Einkaleyfi nr. 2.566.349 á
nýrri tegund raflýsingar
(kölluð ,,electroluminescence“).
Mætti kalla hana á íslenzku
plötulýsingu. Sérstaklega útbún-
ar plötur gefa frá sér mjúka,
jafna birtu fyrir áhrif rið-
straums.*)
Einkaleyfi nr. 2.546.071 á
*) Sjá „Nýjung í raflýsingu" í 6.
hefti Urvals, 10. árg.
kemiskri aðferð til að breyta sjó
þannig, að hægt sé að nota hann
til áveitu (þó ekki til neyzlu).
Einkaleyfi nr. 2.530.993, á
tæki sem gerir mögulegt að nota
riðstraum til að knýja ralt-
straumsmótora.
Einkaleyfi nr. 2.537.453 á
hylkjum, hæfilega stórum í vest-
isvasa, úr sykri og natron og
fylltum með kristölluðu vín-
andasalti (alcoholati). Með því
að leysa þessi hylki upp í glasi
af vatni, fæst ljúffengur drykk-
ur, sem mjög líkist kampavíni.
★ ★ ★
Frá timum vöruskortsins.
Það var í brúðkaupi dáðrar leikkonu. 1 veizlulok átti öllum
vinum og kimningjum hennar að veitast sú náð að óska henni
til hamingju með kossi. Það myndaðist fljótt löng röð, sem
leikkonan varð að afgreiða samvizkusamlega. 1 miðjum klíð-
um varð henni Ijóst, að hún hafði kysst mann, sem hún þekkti
ekki, og segir við hann:
„Ég þekki yður ekki, er það?“
„Nei, frú.“
„Af hverju var ég þá að kyssa yður?“
„Ég veit það ekki, frú. Þegar ég fór í biðröðina við dyrnar,
hélt ég að verið væri að selja hér rakblöð."
— Express and Star.
Misráðið.
Ég var nýkominn heim með konuna mina af fæðindardeild-
inni og kallaði á 6 ára dóttur mína, sem var úti að leika sér,
til að sýna henni litla bróður sinn.
„Sjáðu hvað við mamma komum með," sagði ég.
Hún horfði stundarkorn þögul á bróður sinn, sneri sér svo
að mér og sagði: „Af hverju tókuð þið mig ekki með? Ég
hefði valið betur."
— Arthur Godfrey í „World Digest".