Úrval - 01.06.1952, Side 62
■fmis fróðleikur —
stuttu máli.
tJr ,,The Listener", ,,Chemistry“, „Scientific American", ,,New York Herald
Tribune", „Popular Science Monthly", og „Vár Tid“.
Hvað ræðnr blómgunartíma
jurta?
Flestir munu einhverntíma
hafa spurt sjálfa sig: hvers-
vegna blómstra liljurnar í maí
— hversvegna ekki í júlí um
leið og dýrglófinn? Eða hvers-
vegna blómstrar narsissan allt-
af á undan liljunni og kornblóm-
ið alltaf á eftir henni?
Á vorin hlýnar í lofti og birt-
an vex. Er það þessi veðurfars-
breyting sem kemur af stað
blómguninni ? Eru vorblómin
viðbragðsfljótari, þegar fyrstu
merki vorsins koma, en sumar-
og haustblómin? Auðvelt er að
sannprófa það. Þó að chrysan-
themum sé látið vaxa í vermi-
húsi fæst það ekki til að
bera blóm fyrr en á haustin.
Fleiri slíkar tilraunir myndu
brátt sannfæra tilraunamanninn
um, að hiti og birta (Ijósstyrk-
leiki) geta að vísu hnikað ögn
til blómgunartímanum, en hvor-
ugt er þó sá töfralykill sem opn-
ar blómknappana.
En úr því að hitinn og birtan
(Ijósstyrkleikinn) hafa lítil á-
hrif, hvað er það þá sem ræður
blómgunartimanum ? Nokkur
vísbending um hið rétta svar
fannst fyrir réttum hundrað
árum. Árið 1852 kom ungur
maður, Arthur Henfrey, sem
seinna varð prófessor í grasa-
fræði við Kings’s College í Lond-
on, með þá tilgátu að það væri
ekki aðallega hitinn heldur mis-
munandi lengd sólargangsins á
mismunandi breiddargráðum
sem mestu réði um hvar hinar
ýmsu jurtategundir vaxa á jörð-
inni. Enginn gaf þessari tilgátu
Henfreys gaum, og það var ekki
fyrr en árið 1920 að tveir ame-
ríkumenn (sem voru að glíma
við allt annað viðfangsefni)
duttu ofan á rétta svarið.
Þeir voru að reyna að víxl-
frjóvga tvö afbrigði af tóbaks-
jurtinni sem ekki bera blóm sam-
tímis. Þeir höfðu notað allar
þekktar aðferðir til að láta þess-
ar tvær tegundir bera blóm sam-
tímis, en ekki tekizt það. Þá
gerðu þeir þá merkilegu upp-
götvun, að þeir gátu breytt
blómgunartímanum, ekki með
því að breyta hitanum eða birt-
unni (ljósstyrkleikanum), held-
ur lengd dagsins. Blómgunartími
annars afbrigðisins var að
haustinu, en þeim tókst að fá
það til að bera blóm í júlí með