Úrval - 01.06.1952, Qupperneq 84
'82
ÚRVAL
Monsieur Le Sueur var at-
hafnamaður. Hann gekk rakleitt
að Lisette og rak henni tvo löðr-
unga, fyrst með vinstri hendi
á hægri kinn og svo með hægri
hendi á vinstri kinn.
,,Hrotti,“ æpti Lisette.
Hann vatt sér að unga mann-
inum, sem horft hafði vandræða-
legur á aðfarirnar, rétti úr sér
í fulla hæð, lyfti handleggnum
á áhrifamikinn hátt og benti
með einum fingri á dyrnar.
„Farið út,“ hrópaði hann.
„Farið út!“
Svo einbeitt var þessi skipun,
enda komin frá manni sem van-
ur var ag beygja til hlýðni reiða
skattgreiðendur, og með svipn-
um einum gat haft hemil á óá-
nægðum hluthöfum á aðalfund-
um, að þess hefði mátt vænta
að ungi maðurinn hefði þotið
á dyr; en hann stóð kyrr, að
vísu á báðum áttum, en eigi að
síður kyrr; hann leit bænaraug-
um til Lisette og yppti svo lítið
eitt öxlum.
„Eftir hverju bíðið þér?“
spurði þingmaðurinn. „Viljið þér
að ég beiti valdi?“
„Hann getur ekki farið út í
náttfötunum,“ sagði Lisette.
„Þetta eru mín náttför, en
ekki hans.“
„Hann er að bíða eftir föt-
unum sínum.“
Monsieur Le Sueur leit í kring
um sig. Á stólnum fyrir aftan
hann lá karlmannsalklæðnaður
í hrúgu. Þingmaðurinn leit fyrir-
litningaraugum á unga manninn.
„Þér megið taka fötin yðar,
Monsieur,“ sagði hann með
kuldalegri fyrirlitningu.
Ungi maðurinn tíndi upp fötin
sín, tók skóna sem lágu á gólf-
inu og flýtti sér út.
Monsieur Le Sueur var mælsk-
ur maður, en aldrei hafði hann
verið mælskari en nú. Hann
sagði Lisette álit sitt á henni.
Það voru ekki hrósyrði. Hann
útmálaði vanþakklæti hennar
með svörtustu litum. Hann leit-
aði í ríkulegum orðaforða sínum
til að finna þau skammaryrði
er honum fannst hæfa henni.
Hann kallaði öll máttarvöld him-
insins til vitnis um að aldrei
hefði kona goldið traust manns
með jafnstórkostlegum svikum.
Hann sagði allt sem reiði, særð
hégómagirni og vonbrigði lögðu
honum í munn. Lisette gerði
enga tilraun til að verja sig.
Hún hlustaði þögul og niðurlút
og muldi annars hugar milli
handa sinna hveitiköku, sem hún
hafði haldið á þegar þingmað-
urinn kom. Hann leit gremju-
lega á diskinn hennar.
„Mig langaði til að þú fengir
fyrst að heyra hin miklu tíðindi
og því kom ég hingað beint af
stöðinni. Ég hlakkaði til að
borða morgunverð hérna á rúm-
stokknum hjá þér.“
„Elskan mín, hefurðu ekki
borðað morgunverð. Ég skal
undir eins biðja um eitthvað
handa þér.“
„Ég vil ekkert."
„Hvaða vitleysa. Þú verður