Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 86

Úrval - 01.06.1952, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL leikkonur líta á það sem heiður að vera vinkonur ráðherra. Ég er of vel uppalinn til að núa þér um nasir uppruna þinn, en því verður ekki neitað að þú ert tízkudama og að ég tók þig úr íbúð sem aðeins var leigð á tvö þúsund franka á ári. Það var mikil framför fyrir þig.“ „Ég er dóttir fátækra en heið- virðra foreldra og ég hef enga ástæðu til að blygðast mín fyrir uppruna minn, og þú hefur ekki leyfi til að ásaka mig einungis af því að ég hef unnið fyrir mér í lítilsmetnu starfi.“ „Elskarðu þennan pilt ?“ „Já.“ „En mig ekki?“ „Þig líka. Ég elska ykkur báða, en sinn með hvoru móti. Ég elska þig af því að þú ert svo tiginmannlegur og svo fræð- andi og skemmtilegt að hlusta á þig tala. Ég elska þig af því að þú ert góður og göfuglynd- ur. Ég elska hann af því að aug- un hans eru svo stór, hár hans svo fallega liðað og af því að hann dansar svo guðdómlega. Þetta er ósköp eðlilegt.“ „Þú veizt að vegna stöðu minnar get ég ekki farið með þig á opinberan dansstað og ég held mér sé óhætt að segja að þegar hann verður kominn á minn aldur verði hárin á höfði hans varla fleiri en á höfði mínu núna.“ „Það getur vel verið,“ sam- sinnti Lisette, en henni fannst það litlu máli skipia. „Hvað heldurðu að frænka þín, hún Madame Saladin, segi þegar hún fréttir þetta?“ „Það kemur henni varla á ó- vart.“ „Ætlarðu að segja mér að sú heiðvirða kona styðji þig í þessu athæfi? 0 tem'pora, o mores! Hve gömul eru þessi kynni ykk- ar?“ „Þau eru síðan ég byrjaði í búðinni. Hann er sölumaður fyr- ir stóra silkiverksmiðju í Lyons. Hann kom þangað dag nokkurn með sýnishorn. Okkur leizt strax vel hvoru á annað.“ „En frænka þín átti að verja þig fyrir þeim freistingum sem verða á vegi ungrar stúlku í París. Hún hefði aldrei átt að leyfa þér að umgangast þennan unga mann.“ „Ég bað hana ekki leyfis.“ „Þetta er nógtil þess að leggja aldraðan föður þinn í gröfina. Hugsaðirðu ekkert um hann, særðu hetjuna sem hlotið hafði leyfi til sölu á tóbaki að laun- um fyrir þjónustu sína við föð- urlandið? Ertu búin að gleyma því að sú deild heyrir undir mig sem innanríkisráðherra ? Ég væri í mínum fulla rétti ef ég svifti hann réttindunum vegna siðlausrar hegðunar þinnar.“ „Ég veit að þú ert of mikið göfugmenni til þess að leggjast svo lágt.“ Hann bandaði með hendinni á áhrifamikinn en þó kannski full leikaralegan hátt. „Vertu óhrædd, ég leggst aldr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.